Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 58
56
■Ctkval
Um Ieið og hann glennti sundur
sárið með hökum, vall blóðið
út. Hann tók nú að ausa því úr
holinu í mæliglasið; hjúkrunar-
konan hristi það hægt saman
við citratupplausnina.
Þegar rauða blandan í glas-
inu hafði náð 750 ccm., kom
hann fyrir í sárinu stóru verk-
færi.með sjálfvirkum haka, sem
átti að halda því opnu.
Hann stakk hanzkaklæddri
hendinni varlega niður í opið
og tók að rannsaka kviðarholið.
Hann fann slögin í stóru rnegin-
æðinni aorta, sem flytur blóðið
tii innýfla og útlima. Hann var
hvorki ánægður með afl né
hraða slaganna.
Hall var nú kominn hátt upp
í vinstra horn kviðarholsins.
Fingur hans rákust á mjúliar
blóðlifrar. Hann vék þeim til
hliðar og hélt áfram að leita að
fastari vef, hinu sprungna
milta. Og nú hafði hann að
lokum komist að takmarkinu,
sléttu, ávölu líffæri, sem rifa
var á, full af blóðlifrum.
Svæfingarhjúkrunarkonan
sagði:
„Púlsinn er veikur, andar-
drátturinn stuttur.“
„Ég er bráðum búinn,“ sagði
hann.
„Gefið mér stóru æðatöng-
ina.“
Honum var fengin löng töng.
Hún var tilvalið verkfæri nú,
þegar þurfti að loka fyrir æð-
arnar, sem lágu til miltans.
Iíann mætti áhyggjufullu
augnaráði Sams, hinum megin
við borðið, og vissi hvað hann
hugsaði. Hann varð að loka
tönginni í blindni; það var ekki
tími til að komast betur að
miltanu. Hann gat átt á hættu
að fá hluta af görn, eða
maga, í töngina, án þess að faka
eftir því. En nú var ekkert um
að velja. Blóð spýttist á hönd
hans, þegar hún þreifaði langt
inn í kvið sjúklingsins. Það
varð að stöðva blæðinguna
undir eins, því annars mundi
brátt öll frekari aðgerð ónauð-
synleg.
Hann lét töngina renna var-
lega í Iófanum, þar til opnu
endarnir náðu að rótinni, sem
miltað hékk á, hilus miltans, er
hafði að geyma slagæðarnar,
sem héldu áfram að dæla blóði
í miltað, sem Iíktist mest
sprungnum sulli. Fingur hans,
sem héldu með krampataki um
efri hluta tangarinnar, fundu
að endamir lokuðust um eitt-
hvað fast. í þögulli bæn, að