Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 97

Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 97
BÖRN GUE>S 95 Engin var iðjulaus, nema þeir sem sjúkir voru. Enginn þorði að sitja auðmn höndum. Einn dag var Brigham kallaður frá skyjdustörfum símun til andsvara S undarlegu máli. Jakob Allen, höfuðsmaður í banda- ríska hernum reið um áfangastaðinn, og koma hans varð til þess, að sá orð- rómur breiddist út, að ríkisher væri á leiðinni til þess að berjast við trú- bræðurna. En Ailen hafði komið til þess eins að segja frá stríði milli Bandaríkjanna og Mexíkó og biðja um eitt Mormónaherfylki til þess að berjast í Kaliforníu. Hin ótrúlega frekja, sem fólst í þessari kröfu, gerði Brigham orðlausan. „Herra trúr,“ sagði hann við Heber, „stjórnin sparkar okkur út og vill svo, að við förum að berjast fyrir hana! Hér erum við heimilislausir úti á eyðimörk og eigum í vök að verjast gegn hungri, en samt láta Bandaríkin sér sæma að biðja um 500 naenn! í>eir vilja, að við berjumst fyrir þá stjórn, sem lét viðgangast, að heimili okkar voru rænd, konum okk- ar nauðgað og foringjar okkar drepn- ir!“ „Segðu þeim að fara til helvítis," sagði Heber. „Það ætla ég að gera — og skal ekkert vera mjúkur á manninn." En þegar Brigham hafði hugsað málið betur, snerist honum hugur. Hann var hygginn maður og hér var tækifæri: hann gat látið flytja 500 menn kostnaðarlaust til vestur- strandarinnar, auk þess sem þeim mundi verða borguð laun. Og þessi laun mundu að miklu leyti koma í hans vörzlu, til hjálpar sjúkum og aldurhnignum. Hann þurfti þrjá daga til þess að geta talið 500 menn á að fara, en þegar því var lokið, var hann hreyk- inn af stjórnkænsku sinni. Það voru ekki einungis 500 færri munnar að fæða yfir veturinn, heldur fullyrti Allen einnig, að Mormónarnir skyldu fá leyfi til að taka sér dvalarstaði á leiðinni til Klettafjalla eins Iengi og þeim þætti henta. Þetta var þrautavetur. Þúsundir manna og kvenna veiktust og lögð- ust í rekkju. Veikin virtist vera sambland af hitasótt og skyr- bjúg: bólga i fótleggjum og hand- leggjum. Þegar verst lét urðu limirn- ir svartir og sjúklingurinn leið óþol- andi kvalir. Hver orsökin var — hvort það var fæðuskortur eða óhrein- indi í drykkjarvatninu — upplýstist aldrei. Til allrar hamingju rénaði veikin, þegar kuldinn jókst. En nú var orðinn skortur á fæðu fyrir bæði menn og skepnur, svo hið eina, sem kom í veg fyrir almennt hungur, var fæðuskömmtun. Þegar voraði var byggðin við Miss- ouri eyðileg yfir að líta. Konur höfðu misst eiginmenn og eiginmenn höfðu mist konur. 1 einstaka fjölskyldu höfðu báðir foreldrarnir dáið, en munaðarleysingjarnir voru undir eins teknir á önnur heimili. Brigham, sem sá, að fólkið þurfti huggunar og hvatningar við, steig upp í vagn og talaði til þess. „Bræður og systur, ég veit, hvað þið hafið orðið að þola, en minnist þess, að hinir látnu hvíla nú hjá guði og gleymið því ekki, að okkar hlut- verk er að halda förinni áfram og stofna ríki kirkjunn&i þar, sem eng- ar ofsóknir geta náð til okkar.“ Áfram vestur. Brigham áformaði nú að halda á undan með valinn hóp manna til að kjósa áfangastað og sá korni. Síðan gætu þau 20,000, sem biðu, komið á eftir. í þennan könnunarflokk valdi hann 144 af sínum djörfustu mönnum. Mörg hundruð buðu sig fram til far- arinnar, en Brigham fór stað úr stað og leitaði manna, sem honum sýndist vera hægt að reiða sig á. „Þú — og þú — og þú. Búið ykkur út.“ Margar konur féllu á kné til þess að biðja um leyfi að fá að fylgja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.