Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 85
„VÖRUSKIPn'1 Á TAHITI
83
ég hafði nært mig á annari
eggjaköku úr sex eggjum, lagði
ég af stað.
Það var glaðatunglsljós, er
ég gekk eftir bugðóttum vegin-
um. Silfurglitrandi úðinn frá
fossunum breiddist eins og
blómsveigur út yfir hamrana,
og brimgarðurinn fyrir utan
kóralrifin var eins og hvítir
langeldar.
Frá húsunum bárust tónar
úr frönskum og tahitiskum
söngvum, við undirleik á gítar
eða harmóníku.
Um miðnæturleytið fór ég að
firrna til svengdar, en um leið
og ég fór fram hjá stráþektum
kofa bauð mér gamall eyjar-
skeggi að eta með sér eitthvað
af því sem hann og kona hans
voru að steikja yfir rekaviðar-
glóð.
Maturinn var hreinasta lost-
æti. Mér til undrunar sagði
gamli maðurinn, að þetta
væri búið til úr landkröbbum
— einmitt skaðræðisgripirnir,
sem höfðu hjálpað til að eyði-
leggja garðinn minn — og
mapé-hnotunum, sem nóg var
af í kringum húsið mitt. Ég
hafði ekki vitað að þetta væri
mannamatur. Hann sýndi mér,
hvernig ég ætti að veiða land-
krabba á veiðistöng og beita
hampblöðum.
Ég kom til Papeete í dögun,
um leið og skipið kom í höfn.
í pósthúsinu afhenti ég hinn
dýrmæta pakka minn í þögulli
bæn, og át síðan fábrotinn
morgunverð. Á eftir varð mér
reikað eftir litríkri ströndinni
og kom þá allt í einu iítill Kín-
verji hlaupandi á eftir mér.
„Þekkið þér Hop Sing?“
spurði hann.
„Já,“ sagði ég, „Hop Sing
býr rétt hjá mér.“
„Hop Sing er mágur minn.
Hann sendi mér bréf og segir
þér gefa fræ og hafa garð. Nafn
mitt er Lee Fat — ég hefi sölu-
búð þarna,“ og hann benti nið-
ur eftir strætinu. „Hvenær fariö
þér heim.“
„Fer í dag með rútunni."
„Verið þér sælir,“ sagði hann
og þaut burt. Á meðan ég beið
eftir rútunni sat ég á strand-
bekknum, sem við skipakomu
eru venjulega þéttsetnir flæk-
ingum allra landa, er bíða eftir
peningabréfum, sem koma næst-
um aldrei. „Eftir þrjá mánuði,“
hugsaði ég, „mun ég sitja hér
og ala sömu tálvonirnar í
brjósti. Jæja, ég á níu franka
eftir að hafa borgað bílfarið;