Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 71
NORDAHL GRXEG
69
hann í ljóðlínur eftir Keats, þar
sem segir, að líf hvers mikil-
mennisséliking, og verk manns-
insséu skýringar á lienni. Já, nú
er vandalaust að sjá, að það sem
oft áður fyrr olli okkur óljós-
um kvíða, ósveigjanlegur vilji
hans að leika sjálfur með í sorg-
ieik heimsins, var aðeins eitt
af einkennum hans. Líf hans og
dauði ber í sér nokkuð af hin-
xun einfalda fullkomleik forn-
aldarinnar. Hiklaust skóp hann
sér örlög, sem að lokum urðu
svo þung, að þau lögðu hann að
velli.
Vegna þess, að ég þykist
finna órofið samhengi í um-
brotasömu lífi hans, langar mig
til að nefna eitt aðalúrlausnar-
efni, sem vart verður hjá hon-
um aftur og aftur með breyttri
byggingu og blæ, örlögþrungið,
litað af stjórnmálaframvind-
unni í heiminum. Efnið, sem
hann tekur til úrlausnar í leik-
ritinu Barrabas er sífellt endur-
tekið eins og stef í stórri liljóm-
kviðu.
Hann ferðaðist til Kína í
borgarastyrjöldinni, og var þar
fregnritari margra blaða. Um
þær mundir lék heimslánið við
hann meir en nokkurt annað
ungt, norskt skáld eða blaða-
mann fyrr eða síðar. En hann
fann sjálfur til þess, að hann
stóð á krossgötum. Sjálfur tal-
aði hann þá um hið háskalega
Narcissus-eðli, sjálfsánægjuna,
sem gerir ekki annað en spegla
sig í mönnunum og tilverunni.
Þegar hann kom aftur, að
loknu ágætu blaðamannsst3.rfi,
hafði hann meðferðis lítið leik-
rit, líkast snjöllum frumdrátt-
um að stærra verki, það var
Barrahas. Hann hafði skrifað
það á ellefu dögum um borð í
fljótsbát á Jangtse. Hann hafði
setið þar og skrifað á meðal
flýjandi kristinna trúboða og
embættismanna ríkisins, seni
einnig voru á flótta. Hér hafði
hann fundið, að tilveran sjálf
var komin á reik, allar skorður
rifnar undan henni, fundið, að
við erum öll reköld í flaumi lífs-
ins. Hann segir um leikritið:
„Atburðirnir gerast í Kína í
dag, á morgun í Indlandi og
í Palestínu fyrir tveim þúsund-
um ára.“ Hann hefði getað bætt
við Evrópu og sínu eigin landi
fimmtán árum síðar.
Leikritið f jallar um uppreisn
gegn kúgun, um hið eilífa sið-
ferðilega vandamál mannanna,
valið á milli krossins og sverðs-
ins. Þetta var hið siðferðislega