Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 114

Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 114
112 ÚRVAL „Guð bléssi þig!“ hrópaði kona nokkur. Lee leit á hana, en svipur hans mýktist ekki hót. „Þið verðið að afhenda vopnin," sagði hann. „Hvers vegna?" var spurt. „Vegna þess að ef Indíánamir sjá ykkur með vopnum, eruð þið dauð- ans matur." „Ég býst við, að hann hafi rétt fyrir sér," sagði Faneher höfuðsmað- ur, foringi flokksins. „Herra Lee er að' frelsa okkur, og við felum okkur í hans umsjá." Ef einhver hefir undrast, hvers vegna yngstu bömin áttu að fara sér í vagni, þagði hann engu að síður um það. Þegar allt var komið í lag settist Lee í annan vagninn í röðinni innan um þá sœrðu. „Áfram," sagði hann við hina ökumennina. Síðan var haldið af stað í einni röð. Bömin fyrst, þvi næst hinir særðu og á eftir komu konumar og stálpaðir unglingar. Aftast í lestinni voru karlmennirnir. Til beggja handa stóð Mormónahervörður með byss- ur um öxl. Lee tók eftir því, að skjól- stæðingar hans virtust ekki vera hið minnsta hræddir. Þegar lestin li^ifði farið um 300 metra, stóð Lee á fæíur og veifaði hattinum. 1 sama bili kváðu við ótal skot, en eldblossar og púðurreykur stóðu fram úr byssum hervarðarins. Sjötíu manns, karlmenn, konur og unglingar, hnigu til jarðar fyrir fyrstu skothríðinni. Byssumar geltu á ný og fleiri féllu. Meðan á þessu stóð fór enn hræðilegri slátrun fram í vögnunum. Lee og félagar hans gengu hamförum við að myrða hina særðu með skammbyssum, bareflum og hnífum. Allt í einu áttuðu sig tveir af leið- angursmönnunum og flýðu eins og fætur toguðu. Áður en varði voru þeir horfnir yfir dalbrúnina og ekkert stoðaði þó Lee og Haight sendu hest- ríðandi menn á eftir þeim. Nokkr- um mínútum síðar flýðu Mormón- arnir af staðnum og gáfu Indiánun- um, sem höfðu beðið í ieyni, merki. Indíánamir helltu sér yfir valinn og öskruðu eins og vitfirringar. Einn hópurinn þaut að vögnunum og bar vistirnar í burtu. Annar hópur- inn kveikti í virki leiðangursmanna, en hinn þriðji greip börnin og þeysti á burt með þau yfir hæðimar. En flestir rauðskinnanna tóku í óða önn að flá höfuðleðrin af líkunum. Þegar Indíánarnir höfðu leikið listir sínar að vild, var ekkert eftir nema lim- lest líkin og rjúkandi rústir vagn- anna. Þó að orðrómurinn um blóðbaðið við Fjallaengi bærist Brigham strax til eyrna, var það ekki fyiT en nokkr- um vikum seinna, að hann átti kost á að spyrja John Lee um nánari frétt- ir af því. „Hvað er hæft, í þessari sögu um maimdráp Indíánanna?" spurði hann. „Hún er sönn," sagði John alvar- lega. „Indíánarnir tortímdu allri lest- inni. Ég gerði allt, sem í mínu valdi stóð til að hindra það, en missti alla stjóm á þeim." „Segðu mér allt af létta." „Þú veizt," sagði Lee, „að þetta var bölvað hyski. Þeir eitruðu naut- peninginn okkar og gáfu Indíánunum hann til átu. Nokkrir þeirra veiktust og dóu. Það var upphaf vandræð- anna." „Þetta hefir kannski verið hysld, en ég sendi ísak Haight bréf með skilaboðum um að gera ekki á hluta þeirra." „Já, en því var öllu lokið, þegar bréfiö kom. Auk þess sagðir þú í bréfinu, að þú byggist við, ai3 Indíánarnir mundu fara sínu fram. Þeir svikust heldur ekki um það." „Hvers vegna hindraðirðu þá ekki ? Til hvers ertu Indíánafulltrúi?" „Ég reyndi það. En eftir að orust- an hófst var ekki tauti við þá kom- andi frekar en vitfirringa. Þeir riðu kringum tjaldstæðin í fimm daga, öskmðu og drápu hvern sem þeir fengu færi á.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.