Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 115

Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 115
BÖRN GUÐS 113 „Hvað.marga drápu þeir ?“ „Yfir hundrað, eftir því sem sagt var.“ „Guð minn góður: Var' engum bjargað?" spurði Brigham. „Nokkrum smábörnum. Þc-ir riðu á burt með börnin og komu síðan og seldu okkur þau.“ Brigham starði lengi á Lee. „Þú segir, að þeir hafi ekki drepið börmn ? Eg hef aldrei heyrt þess getið fyrr, að Indíánar hafi þyrmt smá- börnum." „Ekki ég heldur," sagði Lee og starði á móti á yfirmann sinn. „Þeir gerðu það samt í þetta skipti. Kannski þeir liafi búizt við, að við munöum kaupa þau.“ Brigham vissi ekki, hvað mikið mark hann ætti að talia á sögu Lees. Hann vissi ekki, hvað gera skyldi. Ef Mormónar voru samsekir i glæpn- um, mundi það vekja reiði allrar þjóðarinnar. Að játa slíkt á sig nú, þegar her manns var á leiðinni, mundi koma á stað meira uppþoti en nokkru sinni fyrr. „Mér þykir leitt,“ sagði Lee, ,,að ég skyldi ekki geta haft hemií á Indiánunum." Ef til viii laug hann, en Brigham þorði ekki að vita sannleikann. „Gættu þeirra upp frá þessu,“ sagði hann og sendi manninn í burtu. Það, sem mest reið á að gera um þessar mundir, var að hefta för stjórnarhersins. Til þess starfa valdi hann sína hraustustu njósnarmenn, þar á meðai Bill Hickman, Porter Rockwell og Lot Smith. Þessir menn, ásamt nokkrum fleiri, voiu að Brig- hams áliti hugrökkustu menn, sem nokkurntíma höfðu komið saman undir einu og sama þaki. „Drengir," sagði hann. „Nú er 3000 manna her á leiðinni. Með honum kemur landstjóri, sem á að taka við af mér, auk þess dómari, sem á að segja okkur fyrir verkum. Þessi her má aldrei ná til borgarinnar." MenrJrnir litu hver á annan. Ef Brigham sagði, að heiinn mætti ekki komast til borgarinnar, þá skyldi hann líka heldur ekki ná þangáð. „En hvers vegna eru Bandaríkin að senda her á móti okkur?" spurði Bill. „Vegna þess að Drummond dómari, þetta svin, sem kom með vænöis- konur sér til skemmtunar, hefir rægt okkur fyrir forsetanum. Hann segir, að við rekum alla embættismenn stjórnarinnar í burtu eða myrðum þá. Þeir hafa fleiri tylliástæður," hélt Brigham áfram. „Stephen A. Douglas hefir sagt í ræðu, að við hefðum öll svarið að hefna Jóseps og að við séum þorpar- ar og ræningjar, sem myrðum alla utankirkjumenn, sem i dalinn koma.. En þetta er allt bölvaður fyrirsláttur. Aðalástæðan fyrir herferðinni er sú að reyna a.ð sniðganga þrælalögin. Republikanaflokkurinn nýi notaði stór orð um okkur í fyrra. Hann lof- aði í stefnuskrá sinni að eyða því. sem hann kallaði, síðustu leifar villi- menskunnar: þrælahaldi og fjöl- kvæni. Nú er Buchanan að reyna að þvo hendur sínar. Sum Suðurríkj- anna hóta nú að brjóta þrælalögin, svo að Buchanan hefir tekið það ráð að tortíma okkur til þess að skjóta þeim skelk i bringu. Munið nú þetta. Þið eigið aðeins að vera njósnarar, en ég vil ekki, að þið drepið nokkurn hermann nema 1 sjálfsvörn. Brennið vagnana þeirra. Brennið virkin þeirra og brýrnar. Sundrið hjörðunum þeirra og rekið þær inn í dalinn. Gerið þeim allt svo erfitt fyrir, að þeir snauti heim og láti olikur í friði.“ „Þetta er verk handa okkur," sagði Bill og tilhlökkunin skein af honum. Njósnarmenn Brighams stigu síðan á hesta sína og sátu um herflokkana. Þeir réðust á birgðalestir og reyndu á allan hátt að veikja herinn fremur en að leggja til orustu. Þessi skæru- herferö heppnaðist svo vel, að í vetr- arbyrjun varð Albert. Sidney Johns- ton, ofursti, fanntepptur með herinn á miðri leið. Njósnarmenn báru þær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.