Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 115
BÖRN GUÐS
113
„Hvað.marga drápu þeir ?“
„Yfir hundrað, eftir því sem sagt
var.“
„Guð minn góður: Var' engum
bjargað?" spurði Brigham.
„Nokkrum smábörnum. Þc-ir riðu á
burt með börnin og komu síðan og
seldu okkur þau.“
Brigham starði lengi á Lee.
„Þú segir, að þeir hafi ekki drepið
börmn ? Eg hef aldrei heyrt þess getið
fyrr, að Indíánar hafi þyrmt smá-
börnum."
„Ekki ég heldur," sagði Lee og
starði á móti á yfirmann sinn. „Þeir
gerðu það samt í þetta skipti.
Kannski þeir liafi búizt við, að við
munöum kaupa þau.“
Brigham vissi ekki, hvað mikið
mark hann ætti að talia á sögu Lees.
Hann vissi ekki, hvað gera skyldi.
Ef Mormónar voru samsekir i glæpn-
um, mundi það vekja reiði allrar
þjóðarinnar. Að játa slíkt á sig nú,
þegar her manns var á leiðinni, mundi
koma á stað meira uppþoti en nokkru
sinni fyrr.
„Mér þykir leitt,“ sagði Lee, ,,að
ég skyldi ekki geta haft hemií á
Indiánunum."
Ef til viii laug hann, en Brigham
þorði ekki að vita sannleikann.
„Gættu þeirra upp frá þessu,“
sagði hann og sendi manninn í burtu.
Það, sem mest reið á að gera um
þessar mundir, var að hefta för
stjórnarhersins. Til þess starfa valdi
hann sína hraustustu njósnarmenn,
þar á meðai Bill Hickman, Porter
Rockwell og Lot Smith. Þessir menn,
ásamt nokkrum fleiri, voiu að Brig-
hams áliti hugrökkustu menn, sem
nokkurntíma höfðu komið saman
undir einu og sama þaki.
„Drengir," sagði hann. „Nú er 3000
manna her á leiðinni. Með honum
kemur landstjóri, sem á að taka við
af mér, auk þess dómari, sem á að
segja okkur fyrir verkum. Þessi her
má aldrei ná til borgarinnar."
MenrJrnir litu hver á annan. Ef
Brigham sagði, að heiinn mætti ekki
komast til borgarinnar, þá skyldi
hann líka heldur ekki ná þangáð.
„En hvers vegna eru Bandaríkin
að senda her á móti okkur?" spurði
Bill.
„Vegna þess að Drummond dómari,
þetta svin, sem kom með vænöis-
konur sér til skemmtunar, hefir rægt
okkur fyrir forsetanum. Hann segir,
að við rekum alla embættismenn
stjórnarinnar í burtu eða myrðum þá.
Þeir hafa fleiri tylliástæður," hélt
Brigham áfram.
„Stephen A. Douglas hefir sagt í
ræðu, að við hefðum öll svarið að
hefna Jóseps og að við séum þorpar-
ar og ræningjar, sem myrðum alla
utankirkjumenn, sem i dalinn koma..
En þetta er allt bölvaður fyrirsláttur.
Aðalástæðan fyrir herferðinni er sú
að reyna a.ð sniðganga þrælalögin.
Republikanaflokkurinn nýi notaði
stór orð um okkur í fyrra. Hann lof-
aði í stefnuskrá sinni að eyða því.
sem hann kallaði, síðustu leifar villi-
menskunnar: þrælahaldi og fjöl-
kvæni. Nú er Buchanan að reyna að
þvo hendur sínar. Sum Suðurríkj-
anna hóta nú að brjóta þrælalögin,
svo að Buchanan hefir tekið það ráð
að tortíma okkur til þess að skjóta
þeim skelk i bringu.
Munið nú þetta. Þið eigið aðeins
að vera njósnarar, en ég vil ekki, að
þið drepið nokkurn hermann nema 1
sjálfsvörn. Brennið vagnana þeirra.
Brennið virkin þeirra og brýrnar.
Sundrið hjörðunum þeirra og rekið
þær inn í dalinn. Gerið þeim allt svo
erfitt fyrir, að þeir snauti heim og
láti olikur í friði.“
„Þetta er verk handa okkur," sagði
Bill og tilhlökkunin skein af honum.
Njósnarmenn Brighams stigu síðan
á hesta sína og sátu um herflokkana.
Þeir réðust á birgðalestir og reyndu
á allan hátt að veikja herinn fremur
en að leggja til orustu. Þessi skæru-
herferö heppnaðist svo vel, að í vetr-
arbyrjun varð Albert. Sidney Johns-
ton, ofursti, fanntepptur með herinn
á miðri leið. Njósnarmenn báru þær