Úrval - 01.04.1946, Qupperneq 114
112
ÚRVAL
„Guð bléssi þig!“ hrópaði kona
nokkur.
Lee leit á hana, en svipur hans
mýktist ekki hót.
„Þið verðið að afhenda vopnin,"
sagði hann.
„Hvers vegna?" var spurt.
„Vegna þess að ef Indíánamir sjá
ykkur með vopnum, eruð þið dauð-
ans matur."
„Ég býst við, að hann hafi rétt
fyrir sér," sagði Faneher höfuðsmað-
ur, foringi flokksins. „Herra Lee er
að' frelsa okkur, og við felum okkur í
hans umsjá."
Ef einhver hefir undrast, hvers
vegna yngstu bömin áttu að fara sér
í vagni, þagði hann engu að síður
um það. Þegar allt var komið í lag
settist Lee í annan vagninn í röðinni
innan um þá sœrðu.
„Áfram," sagði hann við hina
ökumennina.
Síðan var haldið af stað í einni
röð. Bömin fyrst, þvi næst hinir
særðu og á eftir komu konumar og
stálpaðir unglingar. Aftast í lestinni
voru karlmennirnir. Til beggja handa
stóð Mormónahervörður með byss-
ur um öxl. Lee tók eftir því, að skjól-
stæðingar hans virtust ekki vera hið
minnsta hræddir.
Þegar lestin li^ifði farið um 300
metra, stóð Lee á fæíur og veifaði
hattinum. 1 sama bili kváðu við ótal
skot, en eldblossar og púðurreykur
stóðu fram úr byssum hervarðarins.
Sjötíu manns, karlmenn, konur og
unglingar, hnigu til jarðar fyrir
fyrstu skothríðinni. Byssumar geltu
á ný og fleiri féllu. Meðan á þessu
stóð fór enn hræðilegri slátrun fram
í vögnunum. Lee og félagar hans
gengu hamförum við að myrða hina
særðu með skammbyssum, bareflum
og hnífum.
Allt í einu áttuðu sig tveir af leið-
angursmönnunum og flýðu eins og
fætur toguðu. Áður en varði voru
þeir horfnir yfir dalbrúnina og ekkert
stoðaði þó Lee og Haight sendu hest-
ríðandi menn á eftir þeim. Nokkr-
um mínútum síðar flýðu Mormón-
arnir af staðnum og gáfu Indiánun-
um, sem höfðu beðið í ieyni, merki.
Indíánamir helltu sér yfir valinn
og öskruðu eins og vitfirringar.
Einn hópurinn þaut að vögnunum og
bar vistirnar í burtu. Annar hópur-
inn kveikti í virki leiðangursmanna,
en hinn þriðji greip börnin og þeysti
á burt með þau yfir hæðimar. En
flestir rauðskinnanna tóku í óða önn
að flá höfuðleðrin af líkunum. Þegar
Indíánarnir höfðu leikið listir sínar
að vild, var ekkert eftir nema lim-
lest líkin og rjúkandi rústir vagn-
anna.
Þó að orðrómurinn um blóðbaðið
við Fjallaengi bærist Brigham strax
til eyrna, var það ekki fyiT en nokkr-
um vikum seinna, að hann átti kost
á að spyrja John Lee um nánari frétt-
ir af því.
„Hvað er hæft, í þessari sögu um
maimdráp Indíánanna?" spurði hann.
„Hún er sönn," sagði John alvar-
lega. „Indíánarnir tortímdu allri lest-
inni. Ég gerði allt, sem í mínu valdi
stóð til að hindra það, en missti alla
stjóm á þeim."
„Segðu mér allt af létta."
„Þú veizt," sagði Lee, „að þetta
var bölvað hyski. Þeir eitruðu naut-
peninginn okkar og gáfu Indíánunum
hann til átu. Nokkrir þeirra veiktust
og dóu. Það var upphaf vandræð-
anna."
„Þetta hefir kannski verið hysld,
en ég sendi ísak Haight bréf með
skilaboðum um að gera ekki á hluta
þeirra." „Já, en því var öllu lokið,
þegar bréfiö kom. Auk þess sagðir
þú í bréfinu, að þú byggist við, ai3
Indíánarnir mundu fara sínu fram.
Þeir svikust heldur ekki um það."
„Hvers vegna hindraðirðu þá ekki ?
Til hvers ertu Indíánafulltrúi?"
„Ég reyndi það. En eftir að orust-
an hófst var ekki tauti við þá kom-
andi frekar en vitfirringa. Þeir riðu
kringum tjaldstæðin í fimm daga,
öskmðu og drápu hvern sem þeir
fengu færi á.“