Úrval - 01.04.1946, Page 96

Úrval - 01.04.1946, Page 96
»4 TjTR VAL skipaði Erighatn að nema staðar, plægja og sá. Innan viku var orðin gerbreyting á staðnum. Mennimir sldptu sér í hópa og dreifðu sér um átta fermilna svæði. Uxmn var beitt fyrir plóga og herí'i og siðan var plægt, herfað og sáð. Sumir af mönn- imum fóru að höggva við, en aðrii-, sem höfðu orð á sér fyrir skotfimi, lögðu í veiðiferðir. Konumar bættu föt, hjúkruðu sjúkum og elduðu matinn. Eömin þustu um allt til þess að leita að ætilegum rótum og villtum ávöxt- um. Að mánuði liðnum var komið stórt landnám í þessu ónumda landi. írtsæðið tók að spíra á ökrunum og sló grænum lit á hið plægða land. Sáð- reitirnir voru girtir, og kofar, birgða- hús og brunnar vora fullgerðir handa Híðari leiðangursmönnunum. Þegar þessu verki var lokið hér, lagoi feroafóikið aftur af stað í vest- urátt. Næsti áfangastaður var í Mount Pisgah. Hér var sáð korni að nýju, hús byggð og síðan haldið áfram í vestur. Þannig liðu sumarmánuðirn- ir. Brigham hafði ráðgert að hafa vetursetu á bökkum Missourifljóts, þar sem nú stendur Councii Bluffs. En mörg af áformum hans urðu að engu við komu fólksins, sem hann hafði skipað að bíða í Nauvoo þar til uppskerunni væri lokið. Og áður en Brigham náði Missouri var vegurinn að baki honum alla leið til Iowa ein óslitin röð af útflytjendum. Brigham gat ekki ávítað þetta fólk, þótt hann væri mjög hugsjúkur. Til þess horfðu of mörg társtokldn augu á hann, og til þess gripu of margir sterkir menn í hendur hans og grétu. „Við gátum ekki beðið,“ sögðu þeir. „Lýðurinn óð inn í Nauvoo.“ „Þá það,“ sagði Brigham aftur og aftur. „Mc-ðan ég á brauðmola, skal verða skipt jafn á milli okkar.“ Dag eftir dag og viku eftir viku hélt mannfjöldinn áfram að streyma að. Þeir námu ekki staðar í Fagra- íundi eða Mount Pisgah. Akefðin var svo mikil að sjá Brigham og verða honum samferða yfir Klettafjöllin. Þegar að Missourifljóti kom, höfðu 15,000 manns bætzt í hópinn. Þeir höfðu komið á 3000 vögnum og höfðu meðferðis 30,000 búpenings. Brigham hafði lagt af stað með tiltölulega fá- mennan hóp, en hafði þó átt við næst- um óyfirstíganlega örðugleika að etja. Nú hafði hann fyrir að sjá 20,000 manns, auk þess sem fleirt voru á leiðinni og vetur í aðsigi. Vetur við Mi-ssouri. Brigham og aðstoðarmeim hans komu röð og regiu á í dvalarstaðnum við Missouri. Brátt hafði hver maður sínu starfi að gegna. Þeir fáu utan- trúarmenn, sem komu frá þorpunum i Iowa fyrir forvitnissakir, voru mjög undrandi á hinu góða skipulagi, sero ríkti á staðnum. Jafnvel Brigham sjálfur varð undrandi, er hann gekk öðru hvom upp á Ieiti og skyggndist yfir ríki sitt. Landið sjálft var fag- urt álitum, með skóga og sléttur á víxl. Frá hinum háu hjöllum, við fljótið lækkaði landið niður að frjó- sömum flæðilöndum. Hann sá naut- pening á beit, stundum allt að 5000 í einni hjörð. Flestir af mönnunum vora önnum kafnir við að höggva og saga trjávið tii kofabygginga undir veturinn. Sumir létu sér aftur á móti nægja moldarkofa í hjöllunum, yfii- refta með pílviði. Byggingum til ahnenningsþarfa var einnig komið upp: ýmis konar verk- stæðum, kornmyllu knúinni af vatni úr fljótinu og enn fremur bænahúsi fyrir almenning. Vígi var reist gegn árásum Indíána, þótt Brigham bygg- ist ekki við alvarlegum árekstrum, þar eð trúbræðurnir voru þeim marg- falt fjölmennari. Brigham fór um þetta mikla svæði allt til þess að leggja á ráð. Hann. sagði, hvar ætti að leggja götur og stigi, valdi sjálfur stað fvrir myllur og verkstæði, kom á regluiegum póst- ferðum milli staðarins og Nauvoo og hvatti fólkið tii að syngja við verkin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.