Úrval - 01.10.1946, Page 116
114
tJrval
og snyrtileg, og það gladdi mig
að sjá, að hún gat klæðst eins
og hver önnur kona, utan leik-
sviðsins.
Hún var ánægð og fögur. Hún
var að vísu ellilegri í andliti en
aldurinn gaf til kynna, en hún
var yndisleg í hamingju sinni
og það geislaði frá henni hlýjan
og vináttu. Ávalir, kvenlegir
armar hennar hreyfðust yndis-
lega; rödd hennar var hrein og
tær eins og músik.
Hún hafði komið til ættlands
síns glöð í skapi; úr ringulreið
og þjáningum Sovét Rússlands,
var hún kominn í hinn gamal-
kumia, þægilega heim, þar sem
nóg var til að borða, drekka og
klæðast í — mjúk rúm og heit
böð. Og með henni var skáldið,
sem hún unni.
Blaðamennirnir sneru frá
Isadoru, hinni víðfrægu konu,
sem hneigðist að frjálsum ást-
um, og tóku að spyrja Essenine.
Hinn hávaxni, ungi Rússi, með
leiftrandi blá augu og ljóst hár,
var glæsilegur á að líta.
„Hverskonar skáld?“ spurði
einn blaðamaðurinn, og skrifaði
síðan: „hugsæis skáld.“
Isadora tók til máls: „Við er-
um komin hingað, þakklát í
huga. Við erum fulltrúar hins
unga Rússlands, en skiftum
okkur ekki af stjómmálum. Við
störfum einungis á sviði listar
okkar. Við trúum því, að sál
Rússlands og sál Ameríku séu
að nálgast hvor aðra.“
Augu blaðamannana hurfu
frá hinu unga glæsimenni til
Isadoru, sem enn var fögur, þótt
henni væri tekið að hnigna.
Hvernig gætu þau skilið hvort
annað, ef maður hennar talaði
aðeins rússnesku, sem hún
kunni ekki?
„Það er til eitt mál, sem allir
skilja,“ svaraði hún og brosti.
Meðan þetta gerðist höfðu
starfsmenn útlendingaeftirlist-
ins gefið mér bendingu um að
tala við sig. Þeir kváðust harma
það, að ný lög væru gengin í
gildi þess efnis, að amerísk
kona, sem giftist útlending
missti þegar ríkisborgararétt
sinn. Isadora var með rússneskt
vegabréf og gift bolsévikka —
slíkt var ekki þeirra meðfæri
að ráða fram úr. Það varð að
kyrrsetja þau fyrst um sinn.
Öll dagblöðin voru full af
fregnum um kyrrsetninguna, og
ég var sárgramur. Loks var
Isadoru sleppt og hún mátti
fara frjáls ferða sinna um ætt-
land sitt.