Úrval - 01.09.1960, Síða 11
BARNUM, HINN PRÆGI SÝNINGARMAÐUR
ÚRVAL
I London kom Tumi fram í
„The Princess’ Theatre“, og
viðtökurnar voru Barnum eng-
in vonbrigði: Tumi gerði hina
mestu lukku. Barnum leigði sér
hús í West End, en það hafði
Talbot lávarður áður haft á
leigu. Síðan fékk hann sér
einkennisbúinn bryta, sendi að-
alsmönnum og blaðamönnum
boðsbréf, og þar varð þröng á
þingi, en Tumi Þumall stóð sig
eins og hetja og ávann sér mikla
hylli. Barnum sagði sendiherra
Victoría Englándsdrottning, Albert
drottningarmaður, Wellington hertog-
inn og ÞUMALING-UR.
Bandaríkjanna í hreinskilni að
sig langaði til þess að Tumi yrði
kynntur fyrir Victoríu drottn-
ingu í Buckinghamhöll. Þessu
næst leigði Barnum ,,The Egyp-
tian Hall“ í mið-London, og
sýndi Tuma þar, og viðtökurn-
ar voru með ágætum. Þangað
kom maður, sem Barnum vildi
meira en gjarna hitta, en sá var
úr lífverði drottningar, og hafði
að færa bréf frá drottningu þar
sem hún bauð Tuma Þumli,
hershöfðingja, og verndara
hans, Barnum, til Buckingham-
hailar. Tumi og þeir báðir voru
skrautlega búnir þegar þeir
gengu fyrir drottningu, en við
hlið hennar stóð drottningar-
maðurinn, Albert prins, og bak
við þau hinir göfugustu aðals-
menn. Tumi Þumall ,,skálmaði“
hvergi smeikur yfir gólfið,
„eins og vaxbrúða, sem gat
hreyft sig,“ hneigði sig djúpt
fyrir drottningu, og tísti: „Gott
kvöld, frúr mínar og herrar.“
Kveðjunni var tekið með mik-
illi kátínu, en drottningin tók
Tuma við hönd sér og sýndi hon-
um málverk. Tumi horfði á þau
alvörugefinn á svip, en sagði
síðan drottningu hátíðlega að
þau væru „fyrsta flokks“. Hann
spurði um prinsinn af Wales,
síðar Eðvarð VII, en var sagt
að hann svæfi og hann mundi
hítta hann síðar. Heimsóknin
varaði í klukkustund, og mik-
ill hluti tímans var notaður til
þess að horfa á Tuma Þumal
dansa, syngja og herma eftir.
Victoriu drottningu þótti
gaman að Tuma Þumli, og hann
var tvívegis boðinn til Bucking-
ham-hallar. I annað skiftið hitti
hann prinsinn af Wales, þá
5