Úrval - 01.09.1960, Qupperneq 13
BARNUM, HINN PRÆGI SÝNINGARMAÐUR
URVAL
forvitnin um kynferðislíf
þeirra, en um það var Barnum
þögull, þótt hann annars notaði
flest í auglýsingarskyni. En
haft var fyrir satt að dverga-
parið væri að öllu eðlilegt í
þessu efni. Þau Tumi og Lavina
gengu í hjónaband í febrúar
3863. Prestur gifti þau í Grace-
kirkju í New York og við at-
höfnina voru fylkisstjórar, her-
foringjar, þingmenn og millj-
ónamæringar, og komust færri
að en vildu. Skömmu síðar var
tekið á móti hjónakornunum í
Hvíta húsinu í Washington.
„Drengur minn,“ sagði Abra-
ham Lincoln, og sneri máli sínu
að Tuma Þumli. „Guð hefur
gaman af því að skapa það, sem
skrítið er. Hér höfum við það
langa og stutta!“ en forsetinn
var allra manna hæstur.
Almennt var haldið að Lavina
hefði fætt Tuma barn, og það
hefði dáið úr heilabólgu tveggja
ára. Þetta var þó rangt, en talið
er að Barnum hafi komið sög-
unni á kreik. Hjónaband þeirra
dverganna varð hið farsælasta,
og stóð þau tuttugu ár, sem
Tumi lifði eftir að þau giftust.
Hann varð feitur og náði því að
verða þrjú fet óg fjórir þuml-
ungar (101 y2 cm). Hann varð
líka eyðslusamur, átti skemmti-
snekkju, veðhlaupahesta, einka-
vagn og fleira, og reykti dýra
vindla. Hann dó af slagi í júlí
1883, fjörutíu og fimm ára að
aldri. Við jarðarförina voru yfir
10 þúsund manns, og á gröf-
inni er stytta Tuma Þumals í
fullri líkamsstærð.
# # #
SAMVÖXNU DRENGIRNIR FRÁ
SÍAM.
Þau mörgu ár, sem Barnum
átti „Ameríska safnið“, sýndi
hann um 600 þúsund „gripi“,
lifandi og dauða. Hvað tákn-
rænastir fyrir safnið þegar það
var bezt, voru hinir svonefndu
ENG
CHANG
„Síams-tvíburar“, ekki sízt af
því, að þetta heiti var tekið upp
í orðabók Websters um sam-
vaxin börn, og er orðið fast í
enskri tungu.
Piltarnir fæddust í Meklong í
Síam, þoipi nálægt Bangkok,
árið 1811. Faðir þeirra var fá-
7