Úrval - 01.09.1960, Side 16
TjRVAL
BARNUM, HINN FRÆGI SÝNINGARMAÐUR
enda, og smátt og smátt vand-
ist Jumbo á að ganga um það
eins og hlið. En eitt sinn var
göflunum skellt í, og Jumbo
varð snöggvast hinn versti, en
Jumbo og Matthew Scott.
róaðist fljótlega. Síðan gekk
allt eins og í sögu, nema hvað
Jumbo varð lítið eitt sjóveikur
tvo daga af þeim fimmtán, sem
förin tók um Atlanzhafið. Á
páskadagsmorgunn 1882 kom
Jumbo til New York, og daginn
eftir var hann orðinn stjarna
í „mestu sýningu í heimi.“
Fyrst varð hann hræddur við
gauraganginn, enda hafði sirk-
us Barnums f jórar hljómsveitir
í gangi í einu, fyrir utan annað
hark. En fíllinn vandist þessu
brátt og varð hinn spakasti og
aldrei stafaði hætta af honum.
Til þess að láta meira bera á
stærð Jumbos, sýndi Bamum
með honum ungfíl, sem kallað-
ur var — Tumi þumall.
Barnum hafði kostað f 6000
tii kaupa og flutnings á Jumbo,
en það fékk hann endurgreitt á
tíu dögum, og á sex vikum vann
Jumbo fyrir f 67.000, en á þrjá-
tíu og einni viku í New York
og á ferðalagi um Ameríku var
aðgangseyrir f 200.000. I þrjú
og hálft ár var talið að milljón
börn hefðu komið á bak Jumbos,
og hann skemmti Ameríkönum
en fyllti vasa eigandans.
Að kvöldi 16. september 1885
fór Matthew Scott með Tuma
þumal og Jumbo áleiðis til
einkavagns þeirra að aflokinni
sýningu í St. Thomas í Ontario
í Kanada. Þeir fóru eftir járn-
brautarteinum, en allt 1 einu
kom flutningalest, sem engin
áætlun var um, á fullum hraða
fyrir horn í tæplega 500 metra
fjarlægð. Reynt var að stöðva
lestina, en það dugði ekki. Lest-
arljósin blinduðu fílana og þeir
stóðu kyrrir og hræddir. Scott
fleygði sér til hliðar og slapp
naumlega, en lestin renndi á
Tuma og Jumbo. Tumi hentist
til hliðar með brotinn afturfót,
en eimvagninn skall beint á
Jumbo, fór ásamt tveim vögn-
um út af sporinu, en vagnstjór-
inn fórst. Höfuðskelin á Jumbo
brotnaði, hann seig á hnén en
valt svo útaf, veifaði rananum
10