Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 17
BARNUM, HINN FRÆGI SÝNINGARMAÐUR
ÚRVAL
í áttina til Scotts — og var
dauður eftir nokkur augnablik.
Dauði Jumbos olli almennri
sorg. Bamum ætlaði að 9 millj-
ónir Ameríkana hefðu séð hann
og dáðst að honum. Hann lét
flá fílinn, gaf þjóðsafninu í
Washington beinagrindina, sem
sýndi raunar að Jumbo var enn
í vexti þegar hann féll. Síðan
lét Barnum setja húðina, sem
vóg 1.538 ensk pund (tæp 600
kg.) á þar til gerða grind, og
svo hélt hann áfram að sýna
Jumbo, risafílinn, í sirkusnum,
þar til loks að hamurinn var
settur upp í Barnum safninu í
Jofts-skóla í Massachussetts.
Þann dag í dag má sjá Jumbo
á þessum stað, ásamt handriti
Barnum með lýsingu á dauða
fílsins og brjóstlíkani af hinum
„víðfræga sýningarmanni" P. T.
Barnum, þar hjá.
¥ ¥
BARNUM = Phineas Taylor Barnum var Amerikani, uppi 1810—
1891. Hann var einhver allra fcégjgasti sýningarmaður (showman),
sem uppi hefur verið, og þótt hann væri orðinn roskinn þegar
hann eignaðist sirkus (paðreim, hringleikhús), þá aflaði það starf
og auglýsingabrellur hans í því sambandi honum einna mestrar
frægðar. Barnum var kallaður Napóleon sýninga og auglýsinga,
en nú er það að festast í ensku að nefna snjalla menn á þessum
sviðum Barnuma.
StAMS-TVlBURAR = hafa á íslenzku verið nefndir samvaxnir tví-
burar, en í ensku er orðið farið að merkja hverskonar samvaxnar
lifandi verur (siamese growth).
JUMBO = Fíll þessi er einhver stærsti kailfíll, sem þekkst hefur.
Stærstu afríkanskir fílar verða nær aldrei yfir 11 fet á herðar,
en vega um 6% smálest. Orðið Jumbo er nú fast í ensku um stóra,
klunnalega hluti.
11