Úrval - 01.09.1960, Qupperneq 19
Hvemig vitur og skilningsríkur lœknir ráðlagði leið til baka, til innsýnar og tilgangs í lífinu.
\ Dagurinn á ströndinni
fbfttr J/Crthur Gordon
Ekki alls fyrir löngu varð ég
að reyna eitt af þessum auðn-
ar tímabilum, sem koma yfir
okkur öðru hvoru, þegar lífs-
nautnin dvínar skyndilega, allt
verður grátt og flatt, starfsork-
an hverfur og áhuginn deyr.
Áhrifin á starf mitt voru hræði-
leg. A hverjum morgni beit ég
jaxlinn og tautaði: ,,I dag fær
lífið aftur sitt fyrra gildi. Þú
verður að yfirvinna þetta. Þú
mátt til!
En gráir dagarnir liðu hver
af öðrum og doðinn jókst. Að
því kom, að mér varð ljóst, að
ég yrði að fá hjálp.
Maðurinn, sem ég leitaði til,
var læknir. Ekki geðsjúkdóma-
sérfræðingur, heldur venjuleg-
ur læknir. Hann var eldri en ég,
og undir harðri skel svipsins
bjó mikill vísdómur og samúð.
„Ég veit ekki, hvað er að,“
sagði ég vesældarlega, „en það
er eins og ég sé kominn í sjálf-
heldu. Getið þér hjálpað mér?“
„Eg veit ekki,“ sagði hann
hægt. Hann studdi fingurgóm-
unum saman og starði hugsandi
á mig um stund. Svo spurði
hann óvænt: „Hvar voruð þér
hamingjusamastur sem barn?“
„Sem barn?“ át ég eftir. „Ja,
á ströndinni, held ég. Við áttum
þar sumarbústað. Okkur þótti
öllum afar gott að vera þar.“
Hann leit út um gluggann
og horfði á októberlaufin falla.
„Eruð þér fær um að fylgja
fyrirskipunum í einn dag?“
„Eg býst við því,“ sagði ég,
reiðubúinn að reyna hvað sem
væri.
„Gott. Þetta er það sem ég
vil að þér gerið.“
Hann sagði mér að aka út á
ströndina næsta morgun og
koma þangað ekki seinna en
klukkan níu. Eg gæti haft með
13