Úrval - 01.09.1960, Page 20
TjRVAL
mér mat, en ég átti ekki að lesa,
skrifa, hlusta á útvarp né tala
við nokkurn. „1 viðbót,“ sagði
hann, „ætla ég að láta yður fá
lyf, sem þér eigið að taka á
þriggja stunda fresti.“
Hann tók fjögur lyfseðils-
eyðublöð og skrifaði nokkur orð
á hvert, braut þau saman, tölu-
setti þau og rétti mér þau.
„Takið þetta kl. níu, tólf, þrjú
og sex.“
„Er yður alvara?“ spurði ég.
Hann rak upp stuttan, holan
hlátur. „Þér munuð ekki halda
að þet'ta sé spaug, þegar þér
fáið reikninginn frá mér!“
Næsta morgun, fremur von-
daufur í bragði, ók ég út á
ströndina. Þar var einmanalegt,
ekki vantaði það. Norðaustan
stormur var; sjórinn úfinn og
grár. Eg sat í bílnum, og dag-
urinn lá tómlegur framundan
mér. Svo tók ég upp fyrsta lyf-
seðilinn. Á hann var skrifað:
Hlustið vandlega.
Eg starði á þessi tvö orð.
Nú, hugsaði ég, maðurinn hlaut
að vera brjálaður. Hann hafði
bannað músík, fréttir og sam-
tal. Á hvað átti þá að hlusta?
Eg teygði úr hálsinum og
hlustaði. Það heyrðust engin
hljóð, nema stöðugar drunur
frá sjónum, garg í mávi og þyt-
ur frá flugvél hátt í lofti. Öll
þessi hljóð voru gamalkunn.
Eg fór út úr bílnum. Vind-
kviða skellti aftur hurðinni svo
small í. Er mér ætlað, spurði
ég sjálfan mig, að hlusta vand-
DAGURINN Á STRÖNDINNI
lega á önnur eins hljóð og
þetta ?
Eg gekk upp á sandöldu og
leit út yfir auða fjöruna. Hér
drundu öldurnar svo hátt, að öll
önnur hljóð drukknuðu. Og þó,
hugsaði ég allt í einu, það hlutu
að vera hljóð bak við hljóð —
rnjúkur þytur í fjúkandi sandi,
hvísl í stráum á sandöldunum
— ef hlustandinn kom nógu
nærri til að heyra þau.
Allt í einu datt mér í hug,
þó mér fyndist ég dálítið hlægi-
legur, að stinga höfðinu á kaf
í melgrastopp. Þá gerði ég upp-
götvun: ef maður hlustar
ákaft ,er andartak eins og allt
þagni, haldi niðri í sér and-
anum. Á því andartaki kyrrðar-
innar, nema hraðfleygar hugs-
anirnar staðar. Þá stund, er
maður hlustar gaumgæfilega
eftir einhverju fyrir utan mann
sjálfan, verður maður að þagga
niður í gjallandi röddunum og
hið innra með sér. Hugurinn
hvílist.
Ég fór aftur inn í bílinn og
settist við stýrið. Hlustið vand-
lega. Meðan ég hlustaði aftur
á þungan gný hafsins, tók ég
að hugleiða stórfengleika þess,
hljómfall þess, endurskin
tunglsgeislanna frá því, og ofsa
hins hvítfexta brims í óveðr-
um.
Eg hugsaði til þeirra sánn-
inda, sem það hafði kennt okk-
ur börnum. Vissa þolinmæði,
því að ekki er hægt að flýta
sjávarföllunum. Mikla virðingu,
14