Úrval - 01.09.1960, Page 20

Úrval - 01.09.1960, Page 20
TjRVAL mér mat, en ég átti ekki að lesa, skrifa, hlusta á útvarp né tala við nokkurn. „1 viðbót,“ sagði hann, „ætla ég að láta yður fá lyf, sem þér eigið að taka á þriggja stunda fresti.“ Hann tók fjögur lyfseðils- eyðublöð og skrifaði nokkur orð á hvert, braut þau saman, tölu- setti þau og rétti mér þau. „Takið þetta kl. níu, tólf, þrjú og sex.“ „Er yður alvara?“ spurði ég. Hann rak upp stuttan, holan hlátur. „Þér munuð ekki halda að þet'ta sé spaug, þegar þér fáið reikninginn frá mér!“ Næsta morgun, fremur von- daufur í bragði, ók ég út á ströndina. Þar var einmanalegt, ekki vantaði það. Norðaustan stormur var; sjórinn úfinn og grár. Eg sat í bílnum, og dag- urinn lá tómlegur framundan mér. Svo tók ég upp fyrsta lyf- seðilinn. Á hann var skrifað: Hlustið vandlega. Eg starði á þessi tvö orð. Nú, hugsaði ég, maðurinn hlaut að vera brjálaður. Hann hafði bannað músík, fréttir og sam- tal. Á hvað átti þá að hlusta? Eg teygði úr hálsinum og hlustaði. Það heyrðust engin hljóð, nema stöðugar drunur frá sjónum, garg í mávi og þyt- ur frá flugvél hátt í lofti. Öll þessi hljóð voru gamalkunn. Eg fór út úr bílnum. Vind- kviða skellti aftur hurðinni svo small í. Er mér ætlað, spurði ég sjálfan mig, að hlusta vand- DAGURINN Á STRÖNDINNI lega á önnur eins hljóð og þetta ? Eg gekk upp á sandöldu og leit út yfir auða fjöruna. Hér drundu öldurnar svo hátt, að öll önnur hljóð drukknuðu. Og þó, hugsaði ég allt í einu, það hlutu að vera hljóð bak við hljóð — rnjúkur þytur í fjúkandi sandi, hvísl í stráum á sandöldunum — ef hlustandinn kom nógu nærri til að heyra þau. Allt í einu datt mér í hug, þó mér fyndist ég dálítið hlægi- legur, að stinga höfðinu á kaf í melgrastopp. Þá gerði ég upp- götvun: ef maður hlustar ákaft ,er andartak eins og allt þagni, haldi niðri í sér and- anum. Á því andartaki kyrrðar- innar, nema hraðfleygar hugs- anirnar staðar. Þá stund, er maður hlustar gaumgæfilega eftir einhverju fyrir utan mann sjálfan, verður maður að þagga niður í gjallandi röddunum og hið innra með sér. Hugurinn hvílist. Ég fór aftur inn í bílinn og settist við stýrið. Hlustið vand- lega. Meðan ég hlustaði aftur á þungan gný hafsins, tók ég að hugleiða stórfengleika þess, hljómfall þess, endurskin tunglsgeislanna frá því, og ofsa hins hvítfexta brims í óveðr- um. Eg hugsaði til þeirra sánn- inda, sem það hafði kennt okk- ur börnum. Vissa þolinmæði, því að ekki er hægt að flýta sjávarföllunum. Mikla virðingu, 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.