Úrval - 01.09.1960, Síða 22
TjRVAL
mér, jafnvel ákafaglampann í
augum hans þennan löngu liðna
morgun.
Og í rauninni sá ég það allt
fyrir mér eins og það var þá:
hvíta ströndina, þar sem við
fiskuðum, austurloftið með
morgunroða, og stórar logn-
öldurnar, sem brotnuðu með
þungum drunum. Ég fann volg-
an sjóinn leika um fætur mína,
sá stöngina bogna í höndum
bróður míns þegar hann fékk
fisk á færið, og heyrði hann
reka upp gleðióp. Ég endurlifði
atburðina hvern af öðrum,
ómáða af tönn tímans. Svo
hvarf það allt.
Ég rétti hægt úr mér. Reynið
að horfa um öxl. Hamingju-
samt fólk var venjulega öruggt
og gætt sjálfstrausti. Ef maður
gerði sér því far um að seilast
til baka og endurlifa hamingju-
stundir, gat það þá ekki orðið
tii að leysa úr læðingi orku og
auka manni þrótt?
Síðari hluti dagsins leið fljót-
ar. Meðan sólin lækkaði á lofti,
reikaði hugur minn um for-
tíðina og rifjaði upp atburði,
sem voru löngu gleymdir. Til
dæmis þegar ég var 13 ára og
bróðir minn 10, hafði pabbi lof-
að að fara með okkur í sirkus.
En í hádegisverðartímanum
var hringt til hans: áríðandi
mál, hann yrði að koma. Við
reyndum að taka vonbrigðunum
sem bezt við gátum. Svo heyrð-
um við hann segja: „Nei, ég
kem ekki, þetta verður að bíða.“
DAGURINN Á STRÖNDINNI
Þegar hann settist aftur að
borðinu, sagði mamma brns-
andi: „Sirkusinn kemur nú
aftur, eins og þú veizt.“
„Veit ég það,“ sagði pabbi.
,.En barnæskan ekki.“
Eftir öll þessi ái’ minntist ég
þessa. Mér hlýnaði við minning-
una og skildi, að góðverk eru
í rauninni aldrei unnin fyrir
gýg að öllu leyti.
Klukkan þrjú var fallið út
og ölduhljóðið aðeins reglu-
bundið, fjarlægt hvísl, eins og
andardráttur risa. Eg lá í sand-
inum rólegur og ánægður. Það
var auðvelt að fylgja ráðum
læknisins, hugsaði ég.
En ég var ekki viðbúinn því
næsta. I þetta sinn voru orðin
þrjú ekki hógvær ábending.
Þau litu fremur út sem skipun.
Endurskoðiö hvatir yöar.
Fyrst varð mér á að setja
mig í varnarstöðu. Það var
ekkert út á hvatir mínar að
setja, sagði ég við sjálfan mig.
Eg vil að mér gangi vel —
og hver vill það ekki? Ég vil
öðlast nokkra viðurkenningu
— og það vilja allir. Ég vil
meira öryggi en ég hef öðlast
til þessa — og hver láir mér
það?
Getur verið, var hvíslað lágri
röddu einhverstaðar innra með
mér, að þessar hvatir séu ekki
nógu góðar? Getur verið, að
þessvegna hafi hjólin hætt að
snúast ?
Ég tók upp hnefafylli af sandi
og lét hann renna út milli fingr-
16