Úrval - 01.09.1960, Síða 22

Úrval - 01.09.1960, Síða 22
TjRVAL mér, jafnvel ákafaglampann í augum hans þennan löngu liðna morgun. Og í rauninni sá ég það allt fyrir mér eins og það var þá: hvíta ströndina, þar sem við fiskuðum, austurloftið með morgunroða, og stórar logn- öldurnar, sem brotnuðu með þungum drunum. Ég fann volg- an sjóinn leika um fætur mína, sá stöngina bogna í höndum bróður míns þegar hann fékk fisk á færið, og heyrði hann reka upp gleðióp. Ég endurlifði atburðina hvern af öðrum, ómáða af tönn tímans. Svo hvarf það allt. Ég rétti hægt úr mér. Reynið að horfa um öxl. Hamingju- samt fólk var venjulega öruggt og gætt sjálfstrausti. Ef maður gerði sér því far um að seilast til baka og endurlifa hamingju- stundir, gat það þá ekki orðið tii að leysa úr læðingi orku og auka manni þrótt? Síðari hluti dagsins leið fljót- ar. Meðan sólin lækkaði á lofti, reikaði hugur minn um for- tíðina og rifjaði upp atburði, sem voru löngu gleymdir. Til dæmis þegar ég var 13 ára og bróðir minn 10, hafði pabbi lof- að að fara með okkur í sirkus. En í hádegisverðartímanum var hringt til hans: áríðandi mál, hann yrði að koma. Við reyndum að taka vonbrigðunum sem bezt við gátum. Svo heyrð- um við hann segja: „Nei, ég kem ekki, þetta verður að bíða.“ DAGURINN Á STRÖNDINNI Þegar hann settist aftur að borðinu, sagði mamma brns- andi: „Sirkusinn kemur nú aftur, eins og þú veizt.“ „Veit ég það,“ sagði pabbi. ,.En barnæskan ekki.“ Eftir öll þessi ái’ minntist ég þessa. Mér hlýnaði við minning- una og skildi, að góðverk eru í rauninni aldrei unnin fyrir gýg að öllu leyti. Klukkan þrjú var fallið út og ölduhljóðið aðeins reglu- bundið, fjarlægt hvísl, eins og andardráttur risa. Eg lá í sand- inum rólegur og ánægður. Það var auðvelt að fylgja ráðum læknisins, hugsaði ég. En ég var ekki viðbúinn því næsta. I þetta sinn voru orðin þrjú ekki hógvær ábending. Þau litu fremur út sem skipun. Endurskoðiö hvatir yöar. Fyrst varð mér á að setja mig í varnarstöðu. Það var ekkert út á hvatir mínar að setja, sagði ég við sjálfan mig. Eg vil að mér gangi vel — og hver vill það ekki? Ég vil öðlast nokkra viðurkenningu — og það vilja allir. Ég vil meira öryggi en ég hef öðlast til þessa — og hver láir mér það? Getur verið, var hvíslað lágri röddu einhverstaðar innra með mér, að þessar hvatir séu ekki nógu góðar? Getur verið, að þessvegna hafi hjólin hætt að snúast ? Ég tók upp hnefafylli af sandi og lét hann renna út milli fingr- 16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.