Úrval - 01.09.1960, Side 23
DAGURINN Á STRÖNDINNI
anna. Ætíð, þegar verk mitt
hafði gengið vel, hafði það
komið átakalaust, næstum ó-
sjálfrátt. En upp á síðkastið,
hafði allt verið meira útreiknað,
þvingað — og andvana. Hvers-
vegna? Af því ég hafði ekki
horft nóg á verkið sjálft, heldur
mænt á endurgjaldið, sem ég
vonaðist til að hljóta. Verkið
var hætt að vera takmark í
sjálfu sér, heldur aðeins leið til
að afla peninga, borga reikn-
inga.
I einni svipan skildi ég, að ef
hvatir manns eru rangar, get-
ur ekkert gengið vel. Það skipt-
ir ekki máli hvort maður er
póstmaður, rakari, sölumaður
eða húsmóðir. Á meðan þú
finnur, að þú ert að þjóna og
hjálpa öðrum, vinnur þú verkið
vel. En þegar þú hugsar ekki
um neitt nema þjóna sjálfum
þér, vinnur þú ekki eins vel.
Þetta er lögmál, jafn ófrávíkj-
anlegt og þyngdarlögmálið.
Eg sat þarna í langan tíma.
Geislar sólarinnar urðu æ lá-
réttari. Dagurinn á ströndinni
var næstum liðinn, og ég fann
til aðdáunar á lækninum og ráð-
leggingunum, sem hann hafði
hripað niður svona slóttuglega.
Ég skildi nú, að þær fólu í sér
læknisaðgerð, sem gat verið dýr-
mæt fyrir hvern þann, sem stóð
andspænis vandamáli.
ÚRVAL
Hlustið gaumgœfilega: Til að
róa æstan huga, beina athygl-
inni frá innri vandamálum að
einhverjum ytri fyrirbærum.
Reynið að horfa um öxl:
Þar eð hugurinn getur ekki velt
fyrir sér nema einni hugsun í
einu, þurrkar maður út núver-
andi áhyggjur meðan maður
rifjar upp liðnar hamingju-
stundir.
Endurskoðið hvatir yðar:
Þetta var harði kjarninn í „að-
gerðinni“, þessi áskorun að
endurmeta hvatir sínar eftir
beztu getu og samvizku. En
hugurinn verður að vera rór og
vel upplagður til að geta það
— þessvegna þurfti fyrst þessa
sex tíma hvíld og kyrrð.
Vesturloftið var orðið rós-
rautt þegar ég tók upp síðasta
bréfmiðann. Fimm orð í þetta
sinn. Ég gekk lengra út á sand-
inn, niður fyrir hásjávarmál,
meðan ég las: Skrifið áhyggjur
yðar í sandinn.
Eg lét blaðið fjúka burt, og
tók upp brotna skel. Með henni
skrifaði ég nokkur orð í sand-
inn, hvert upp yfir öðru.
Svo gekk ég burt og leit ekki
til baka. Eg hafði skrifað
áhyggjur mínar í sandinn og
nú var aðfall.
ö. H.
17