Úrval - 01.09.1960, Síða 33
STOLT
Sniásaga eftir Cfertrud dCtlja
Ég má víst þakka fyrir
meðan ég get hreyft hendurnar,
saumað, skrifað, teiknað, leyst
krossgátur . . . Starfsvið mitt
nær nákvæmlega jafnlangt og
handleggirnir á mér — það
gæti svosem verið verra. Eg
gæti verið ljót, fátæk eða verið
hræðilega leiðinleg. Það væri þá
allt í stíl — lamaðir fæturnir
og allt hitt. Það var alveg út í
hött að gefa mér auðæfi, sem
ég gat aldrei eytt nema hluta af,
og andlit, sem ég hef engin not
fyrir — það eru svo takmarkað-
að vegalengdir, sem hægt er að
fara í hjólastól. Þrátt fyrir allt
hef ég nokkra ánægju af pen-
ingunum mínum og andlitinu á
mér.
Þegar ég er búin að bursta
hárið á mér, svo að það lýsir
eins og gull, þegar húðin á mér
er mjúk og augun skær, þegar
hendurnar á mér eru fallega
snyrtar, jú, þá hef ég gaman af
að leggja fallega sjalið mitt
um herðarnar og halla mér
tignarlega aftur á bak í stólinn
— ungfrúin er tilbúin til að
taka á móti gestum ... Það er
verst, að það stendur stundum
á gestunum. Hvar er andríkið?
Hvar eru skemmtilegu athuga-
semdirnar, hinar bráðfyndnu
samræður, sem gestirnir hlæja
að, svo að andlitin lýsa af gleði?
„Sæl, Kajsa, hvernig líður þér?“
— Nei, burtu með blekkinguna,
ég er fegin, þegar þeir koma, ef
til vill ennþá fegnari, þegar
þeir fara .. .
Nei, ekki alltaf. Stundum
verður allt svo undarlega hljótt,
þegar allir eru farnir, þegar
fjörlegt fótatakið f jarlægist
fram í# anddyrið, niður gang-
stéttina og deyr að lokum út
— út — út. ..
* #
I dag er allt unga fólkið í
sveitinni á ströndinni, ef ég
þekki það rétt. Einu sinni í
sumar fór Alma með mig í
stólnum niður að ströndinni. ..
Hópur af nöktum líkömum, sól-
brenndum, ungum líkömum í
alla vega litum baðfötum, liggj-
andi, hoppandi, syndandi, fljót-
27