Úrval - 01.09.1960, Side 38
Furðuverk fornaldar II
Seifsstyttan í Ólympiu
Þrátt fyrir andlega frægð
Aþenu og íbúa hennar, hefur
engin grísk borg orðið ódauð-
legri en Ölympía. Ólympíuleik-
arnir eru nú frægari og mark-
verðari í augum almennings
heldur en leikrit grískra snill-
inga og vizka grískra heim-
spekinga fornaldar. Hinir fornu
Olympíuleikar voru Grikkjum
helgiathöfn og friðar. 'Þrátt
fyrir sundurþykki borgríkjanna
og deilur, gátu Grikkir ' hitzt
á þessum vettvangi í sátt og
samlyndi. Ölympía, sem helguð
var Seifi, er nú að mestu rúst-
ir einar, en Ólympíueldurinn er
þó alltaf þangað sóttur og flutt-
ur af hlaupurum um heiminn til
þess staðar, sem Ólympíuleik-
arnir eru haldnir hverju sinni.
Borgin var helguð Seifi, og er í
Elis nálægt Arcadiu í miðju
Suðurgrikklandi. Seifshofið er
nú rústir einar, en þó er enn
til stallur sá, sem eitt sinn bar
gnæfandi styttu Seifs úr gulli
og fílabeini. Listamaðurinn frá
Aþenu, Phidias,' fæddist um 490
f. Kr., og hafði lokið hinum
miklu listaverkum í Parthenon í
Aþenu og Aþenustyttunni þar,
þegar hann fór til Ólympíu og
skapaði þar meistaraverk sitt.
Seifsstytta hans var aðdáunar-
efni heimsins og sköpuðust um
hana sagnir. Sagt var að guð-
inn sjálfur hefði gefið ánægju
sína yfir styttunni til kynna
með þrumum og eldingum. Þeg-
ar Rcmverjar sigruðu Grikki
góndu þeir með lotningu og að-
dáun á styttuna, og rændu síð-
an hofið. Caligula, brjálæðing-
urinn, vildi láta flytja stytt-
una til Rómaborgar, en þá átti
styttan að hafa öskrað af
hlátri, og Rómverjar flúðu
skelkaðir. Rómverskir keisar-
ar tóku annars þátt í Ólympíu-
leikunum, og varð þeirra fræg-
astur Neró, sem tók þátt í kapp-
akstri, datt úr vagninum, en
hlaut þó fyrstu verðlaun. Hann
varð og sigurvegari í hörpu-
leik og söng, og hengdi krans
á Seif í þakkarskyni. Loks
heppnaðist Theodosíusi, keisara
austurrómverska ríkisins 378
tii 395 e. Kr., það, sem Caligula
hafði gefizt upp við. Hann
flutti Seifsstyttuna til Mikla-
garðs, og þar bráðnaði gullið
í henni í eldsvoða, sem geysaði
í borginni. Þannig fór um hið
fræga meistaraverk Phidiasar,
eitt af sjö furðuverkum heims-
ins, en leikarnir, sem nátengd-
ir voru listaverkinu, lifa enn í
dag.
32