Úrval - 01.09.1960, Síða 45
ORVAL
MANNSEYRAÐ
snertingu strengjanna, og send-
ir áhrif sín til heilans. Við heyr-
um!
Eyra mannsins skiptist í þrjá
aðalhluta: ytra eyra, miðeyra
og innra eyra. Skulum við nú at-
huga hvern hluta útaf fyrir sig.
Ytra eyrað er líka nefnt eyrn-
arbrjóskið eða kuðungurinn,
vegna hinna einkennilegu vafn-
inga sinna. Annars hefir það
heldur litla þýðingu hvað sjálfri
heyrninni viðkemur. Eyrna-
brjóskið er í rauninni vanskap-
að líffæri frá frumstigi tilver-
unnar, og minnir á það eitt, að
maðurinn er - upprunninn úr
dýraríkinu. Þá fyrst heyrum við
betur, ef við bregðum hönd á
bak við eyrað og beygjum okk-
ur áfram.
Öðru máli er að gegna með
ýmis dýr. Til dæmis getur hest-
urinn snúið eyrunum þannig til,
að opið á eyrnabrjóskinu veit í
þá átt, sem hljóðið kemur frá.
Þannig getur hann notað ytra
eyrað sem eins konar hljóð-
pípu. En hann hefur líka sextán
vöðva í eyranu, þar sem mað-
urinn hefir ekki nema níu í sínu,
og þá fremur ófullkomna. Mönn-
unum er það ekki gefið að geta
blakað eyrunum til og frá, og
þeir fáu sem það kunna, nota
sér þá list nánast til samkvæm-
isleiks.
Frá eyrnabrjóskinu liggja
hlustargöngin inn að hljóðhimn-
unni, sem ekki er nema einn tí-
undi hluti af millimetra að
þykkt. Liggur hún þar í góðu
vari vegna þess, hve hlustar-
göngin eru krókótt. Líkams-
hitinn í innra eyranu er mjög
iafn og eyrnamergurinn varn-
ar því að óviðkomandi hlutir nái
til hennar.
I miðeyranu er hljóðholan, en
hún er fyllt lofti og þakin slím-
himnum. Milli hennar og koks-
ins liggja göng sem nefnast
kokhlustin. Þessi göng jafna
þrýstinginn í miðeyranu, og
þegar við kingjum, heyrist
jafnan ofurlítið marrhljóð, sem
kemur til af því, að op kokhlust-
arinnar inn í munnholið opnast
til að hleypa inn lofti.
Með því að opna munninn,
til þess að loftið komist einn-
ig þá leið til hljóðhimnunnar,
aukum við möguleika á því, að
greina hin daufari hljóð. Ef við
heyrum hljóð úr f jarska, snúum
við ósjálfrátt eyranu í þá átt og
opnum munninn um leið. Við
getum einnig varnað því að
hljóðhimnan springi af miklum
hávaða, með því að gapa. Það
gera stórskotaliðar, þegar skot-
ið er úr risafallbyssum.
Þeir sem ferðast hafa í flug-
vélum, vita að hægt er að
minnka þrýstinginn á hljóð-
himnuna með því að opna munn-
inn og kingja. Slíkt gerir það
a ð verkum, að þrýstingur verð-
ur álíka mikill á hljóðhimn-
una báðumegin.
I miðeyranu eru líka þrjú
bein, hamarinn, steöjinn og
ístaðið. Eru þau svo smá, að
Framhald á bls. fy2.
39