Úrval - 01.09.1960, Page 46
Furðuverk fornaldar III
Grafhýsið í Halicarnassus
Á strönd Litluasíu gengt eyj-
unni Kos höfðu Dórar stofnað
borgina Halikarnassus. Síðar
féll borgin í hendur Persa, en
einn undirkonungur þeirra
(satrap) hét Mausolus. Hann dó
um 350 f. Kr., og ekkja hans,
Artemisa, var óhuggandi, og
Syrgði bónda sinn með ýmiskon-
ar einkennilegu móti. Einn
virðingarvottur hennar við hinn
framliðna éiginmann, var að
blanda ösku hans í vín það, er
hún drakk daglega. Bragðgæði
og heilnæmi drykkjarins er
vafasamt, en víst ber þetta vott
um sérstaka hollustu eiginkonu.
Til heiðurs hinum burtgengna
húsbónda reisti Artemisa hið
mikla grafhýsi, sem gert hefur
manninn ódauðlegan, því að
byggingar þessarar tegundar
eru hvarvetna meðal menning-
arþjóða en í dag nefndar
,,Mausoleum“ (nema auðvitað á
Islandi!). Þetta hof dauðans
var líka einskonar ,,Museum“
(annað alþjóðlegt orð, sem ekki
er hæft í íslenzku!) þ. e. hof
,,Muse-anna“. listagyðjanna.
Byggingin var prýdd skurði,
rismyndum og styttum eftir
frægustu listamenn, og voru
þama sýndar þekktar sagnir
úr sögu Grikkja, t. d. bardagar
þeirra við kvensköss þau við
Svartahaf, sem ,,Amasónur“
nefnast (nema auðvitað á Is-
landi, þar heita vígakvendi
þessi skjaldmeyjar!). Graf-
hýsið dróst í upptypping (það
heitir pýramídi á útlenzku!),
en efst á honum trónaði átta
feta stytta af Mausolusi í
hervagni. Hæðin var öll 150
fet, og í fjarska sýndist bygg-
ingin hluti af himnum. Þótti
verkið hin mesta listasmíð
og kunn um heim allan.
Alexander mikli, sem lagði
undir sig lönd frá Grikklandi
til Indlands, fór yfirleitt ekki
ráns- eða eyðileggingar hönd-
um um borgir, og lét hann graf-
hýsið í friði. Þetta ,,Mausoleum“
stóð þar til á 13. öld e. Kr., en
þá reið jarðskjálfti því að fullu.
Þar eftir notuðu Jóhannesar-
riddarar efnið úr því til þess
að byggja sér kastala, sem sjá
má enn í dag skammt þar frá
sem grafhýsi Mausolusar stóð,
minnisvarði smákonungs, sem
nú er aðeins kunnur vegna á-
kafrar ástar og óvenjulegs
trygglyndis eiginkonu.
40