Úrval - 01.09.1960, Síða 51
MANNSEYRAÐ
sami maður og hinn látni, sex-
tugi sjómaður.
Annars er lögreglan því ekki
óvön, að hægt sé að þekkja
menn með því að byggja á
eyrnarannsókn. Það er orðin
svo að segja eins örugg aðferð
og fingrafarasannanir að því
leyti, að engir tveir menn hafa
nákvæmlega samskonar eyrna-
brjósk.
Sumstaðar heimta yfirvöldin,
að myndir á vegabréf séu tekn-
ar frá hlið, með bert eyra. Og
í myndasafni lögreglunnar yfir
glæpamenn, eru allir einstakl-
ingar ljósmyndaðir bæði að
framan og frá hlið.
Aftur á móti má geta þess,
að meira hefir verið um það
deilt, hvort taka beri eyra
mannsins sem algilda sönnun í
barnsfaðernismálum. Ættfræð-
ingar eru að vísu á einu máli
um að skýrar línur skilji milli
þeirra, sem hafa eyrnasnepilinn
lausan, og hinna sem hann er
vaxinn fastur á. En órækar
sannanir fyrir því, að öruggt sé
að lesa erfðalögmál af lögun
vtra eyrans, eru sem sagt enn
ekki fyrir hendi.
Þegar trjásöngvan þagnar.
Komið hefir það fyrir hálf-
fimmtuga menn, sem verið hafa
á kvöldgöngu að sumri til, að
fara að brjóta heilann um það,
hvað orðið sé af öllum trjá-
söngvum. En þær eru smá skor-
dýr er gefa frá sér afar hvellt
hljóð. Eru þær allt í einu hætt-
TJRVALi
ar að „syngja“? hugsa menn.
Nei, ónei, en það eru eyru þess
liálffimmtuga sem farin eru að
þreytast!
Heym mannsins á háa og
mjóa tóna sljógvast með aldrin-
um. Tíst trjásöngvunnar liggur
á efstu tónsviðum, það er að
segja frá fimmtán til tuttugu
þúsund sveiflur á sekúndu. Til
samanburðar má nefna, að
hljóð það er leðurblökur fram-
leiða, hefur frá fjömtíu til átta-
tíu þúsund sveiflur á sekúndu,
og liggur svo hátt, að ekkert
mannlegt eyra getur greint það.
Misjafnar þjó&tungur.
Vísindamenn þeir sem starfa
að heyrnarrannsóknum víðsveg-
ar um heim, eiga ekki því láni
að fagna, að geta notazt hver
við annars tölur og niðurstöður.
Hin ýmsu tungumál hljóma
mjög svo á margvíslegan hátt.
Þau eru mjög misjöfn frá hljóm-
fræðilegu sjónarmiði, hafa mis-
marga sérhljóða, samhljóða o.
s. frv. Sá sem misst hefir 40
hundraðshluta heyrnar sinnar á
eitt mál, hefir ef til vill ekki
misst nema fimmtán hundraðs-
hluta af heyrn á einhverja aðra
tungu.
Heyrn dýra.
Það er sérlega gaman að
kynna sér heyrn dýranna. Oft
láta dýrin sig engu skipta þau
hljóð, sem mest áhrif hafa á
mennina. Má þar til nefna
stormhvin, fossanið og þrumu-
45