Úrval - 01.09.1960, Side 56
ÚRVAL
GÁFAÐAR KONUR, HVER KÆRIR SIG UM ÞÆR?
vildi ég vera kvæntur henni
þessari.“
Önnur hætta fyrir konuna er
hreinskilni. Sú kona, sem er
einlæg og hreinskilin við karl-
mann, spilar djarft spil, ef sú
hreinskilni krefst annað hvort
gagnrýni eða vantrausts á hon-
um persónulega, eða stöðu hans
í iífinu.
Hún má umfram allt annað
ekki hafa neina sannfæringu
um að það, sem hún hefur að
segja, sé þýðingarmikið eða
merkilegt að einhverju leyti.
Hún verður að temja sér þeim
mun betur að hlusta rólega og
mótþróalaust á karlmenn, sem
hafa engu meiri þekkingu eða
vit á umræðuefninu en hún
sjálf. Og það sem meira er, hún
verður að beygja sig fyrir skoð-
unum þeirra.
Karlmaður, sem er áhugasam-
ur eða ákafur í starfi sínu, get-
ur verið í fyllsta máta aðlað-
andi og viðfeldinn, en vei þeirri
konu, sem er annaðhvort eða
hvorttveggja þetta. Flest fólk á
mjög erfitt, ef ekki ómögulegt,
með að greina í sundur þreyt-
andi málæði þeirrar konu, sem
hefur allan hugann bundinn við
sín eigin störf og algerlega
óhlutlæga ástríðu, sem einung-
is varðar hugsanirnar.'
Ef slíkar konur eru lista-
menn — og einkanlega ef þær
standa framarlega sem slíkar,
— þá kunna þær að hafa að-
dráttarafl hins fágæta og ó-
venjulega. Þeir karlmenn eru
jafnvel til, sem eru nægilega
þroskaðir og nógu öruggir til
að meta hæfileika þeirra til
óhlutlægrar sköpunar, eigi síð-
ur en líffræðilegar.
Nægir okkur að hafa heilan
hóp af skólagengnum konum,
sem helga málefnum heimila
sinna og heimkynna, gáfur sín-
ar og þekkingu, eða þörfnumst
við raunverulega fleiri kvenna,
sem til þess eru færar að fást
við vandamál vorra tíma?
Ef svo er, þá verðum við að
gera breytingar, sem margar
hverjar kunna að vera ófram-
kvæmanlegar nú á tímum. En
ef leiðtogar þjóðarinnar hafa
raunverulega þörf fyrir slíkar
konur, þá verður almennings-
álitið að breytast nú þegar og
veita þeim verðugt rúm í þjóð-
félaginu og karlmennimir verða
að veita þeim verðugt rúm í
hjörtum sínum.
Foreldrar dætra, sem sýna
ótvíræð merki um náms-
gáfur og námfýsi, ættu alls
ekki að telja það skyldu sína
að ýta þeim út í hjónabands-
kapphlaupið, sem ósjaldan
hefst, þegar stúlkurnar eru ekki
nema 12 ára. Þær stúlkur ættu
að geta kosið sér skemmtilega
bók fremur en leiðinlegt stefnu-
mót, án þess að sæta aðfinnsl-
um foreldra og félaga.
Ef kona vill taka aftur upp
sitt fyrra starf eftir giftingu
og fæðingu barnanna, ætti það
ekki að teljast nein goðgá þótt
hún réði til sín hjálparmann-
50