Úrval - 01.09.1960, Page 64
■ÚRVAL
FERÐU Á MIS VIÐ ÞAÐ BEZTA 1 LlFINU?
flytja sjálfum sér góðar frétt-
ir. Hann sagði sjálfum sér frá
því, hversu hamingjusamur
hann væri, að hafa fæðst. Ef
hann hefði ekki fæðst, þá hefði
hann aldrei heyrt marrið í
snjónum undir fæti, aldrei lit-
ið hið tindrandi stjörnuskin. Þá
hefði hann aldrei fundið angan
skógartrjánna og aldrei séð
biik ástarinnar í mannlegum
augum. Hann byrjaði hvern
dag með þakkargjörð.
Að gefa öðrum er annar gleði-
gjafi. Það gildir einu, hvort hið
gefna er peningar eða tími eða
umhyggja eða ráðleggingar —
allt sem maður tekur frá sér
og veitir öðrum í hjálparskyni.
Ég man eftir ungum kaup-
sýslumanni, sem var úr hófi
fram metorðagjam. Hann lagði
allt sem hann átti og hafði í
starf sitt. Afleiðingin varð auð-
vitað sú, að hann þjáðist af
spenningi og áhyggjum, sum-
part af ótta við það, að hann
myndi ekki geta staðizt hina
hörðu samkeppni á starfssviði
sínu.
„Hversvegna öðlast ég enga
gleði af lífinu lengur?“ spurði
hann mig.
Við prófuðum hinar venju-
legu orsakir hamingjuleysisins.
Við athuguðum þátttöku hans,
eða þátttökuleysi í störfum, sem
„ekki veittu honum neitt.“
„Þú gefur engum manni neitt,
nema fjölskyldu þinni,“ sagði
ég.
Kirkjan hans fékk nákvæm-
lega einn dollara á viku frá
honum — einn tuttugasta hluta
þess, er hann hefði raunveru-
lega átt að gefa af tekjum sín-
um. Af tíma sínum og hugsun-
um, til að hjálpa öðrum, gaf
hann nákvæmlega ekki neitt.
„Mig undrar það ekki, að lífið
skuli vera þér fremur gleði-
snautt,“ sagði ég — „Það er
vegna þess, að allt hefur kom-
ið inn og ekkert farið út. Þú
ert eins og Dauðahafið — að-
rennsli en ekkert frárennsli og
slíkt táknar óhjákvæmilega
andlega og sálarlega stöðnun."
Við gáfum honum svohljóð-
andi reglur til að lifa eftir:
I fyrsta lagi átti hann að gefa
til kirkju sinnar 10% af öllum
tekjum sínum.
I öðru lagi átti hann að leita
að einhverjum, fyrir utan fjöl-
skyldu sína og vini, sem þarfn-
aðist hjálpar, einhverjum sem
kannske yrði aldrei þess megn-
ugur að endurgjalda hjálpina.
Hjálpin gat verið margskonar,
peningar eða ráðleggingar, eða
bara vinarhugur.
I þriðja lagi átti hann alltaf,
hversu mjög sem hann var önn-
um kafinn, að gefa sér tíma
til að sinna öðrum — þó ekki
væri nema að segja nokkur orð
við þá, sem voru hluti hins dag-
lega lífs hans: lögregluþjóninn
á götuhorninu, bréfberann,
lyftuvörðinn, eiginkonu sína og
börn.
I fjórða lagi átti hann að
bjóða hjálp sína við einhverja
58