Úrval - 01.09.1960, Side 65
FERÐU Á MIS VIÐ ÞAÐ BEZTA 1 LÍFINU ?
ÚRVAL
kirkjulega starfsemi og heim-
sækja fólk, t. d. sjúklinga í
sjúkrahúsum o. s. frv.
„Þetta verður anzi tíma-
frekt,“ sagði hann. „Það er al-
veg rétt,“ viðurkenndi ég.
„Þú verður að læra að gefa,
ekki einungis peninga og góðan
vilja, heldur og tíma, öðrum til
gagns og hjálpar. Endurgjaldið
verður líka meira en þess virði.
Þú munt aftur öðlast þína
gömlu lífsgleði.“
Hann fór eftir fyrirmælun-
um. Hann gerðist virkur þátt-
takandi í samfélagslífi sínu.
Spenningurinn og áhyggjurnar
hurfu.
Annað mikilvægt atriði í
sköpun sinnar eigin lífsgleði er
sú vitneskja, að maður sé fær
um að mæta og yfirstíga mann-
raunir, sorgir og erfiðar kring-
umstæður daglegs lífs.
Einu sinni sagði maður við
mig: ,,Ég lifðí á hverskonar
sjálfsblekkingum árum saman.
Eg kenndi alltaf öðrum um
ófarir mínar og mistök — jafn-
vel yfirvöldunum. En ég vissi
hver var minn versti og hættu-
legasti óvinur — ég sjálfur."
Svo lýsti hann heilli röð af
ósigrum og vonbrigðum, sem
hefðu nægt til að svifta hvern
venjulegan mann kjarki og lífs-
gleði — „I fyrstu skellti ég
skollaeyrum við heimspeki yð-
ar, vegna þess að ég var trú-
laus. Ég tók eftir því, að þér
hvöttuð lesendur yðar til að lesa
biblíuna og leita í henni að
lausn vandamálanna. Satt að
segja hafði ég ekki opnað biblí-
una í fjöldamörg ár. En að lok-
um fór ég að lesa í henni.
Ég var að lesa 84. sálminn og
ellefta versið gagntók mig:
„Hann synjar þeim engra gæða,
sem hreinskilnir eru“. Hrein-
skilnir — hvað táknaði það?
Ég átti að viðurkenna mínar
eigin ófarir hreinskilnislega, en
ekki skella skuldinni á aðra. Og
ég sannfærðist um, að ef ég
gerði það, þá mundi Guð ekki
synja mér neinna gæða.
Nú skil ég hversvegna þér
tengið saman trú og hagnýta
sálfræði. Trúin lætur hana
verka.“
Hver vill njóta gleði í lífinu?
Hver vill geta gengið blístrandi
og léttur í lund eftir götunni,
eins og áður? Biðjið oft á dag.
Lesið biblíuna sálinni til endur-
næringar. Sjáið hve margar góð-
ar hugsanir þér getið hugsað
um fólk. Gefið einhverjum öðr-
um af yður, gefið af yðar forða
í góðum tilgangi. Það er ekki
auðvelt. Það krefst sjálfs-aga.
En það er ástæðulaust fyrir yð-
ur að vera áhyggjufullir. Hef jið
einungis endurreisnarstarf á
hugsunum yðar. Reynið hið
andlega líf, reynið það raun-
verulega. Þá munið þér sjálfir
komast að raun um, að lífið hef-
ur mikla hamingju og gleði að
bjóða.
(Úr „The Amazing Results of
Positive Thinking").
S. H.
59