Úrval - 01.09.1960, Page 72
ÍTRVAL
DALUR DAUÐANS
staðar, með nokkrum búðum,
gistihúsum og fáum veitinga-
stofum. Við skruppum inn í
eina krána og settumst hjá
nokkrum gömlum málmleitar-
mönnum, er voru að drekka
kaffi. Talið barst að gömlum
dögum, þegar flatneskjan fyr-
ir ofan Beatty var þakin tjöld-
um gullgrafaranna.
Holdskarpur maður, þekktur
undir nafninu Cactus Jack, með
hörund líkast brenndu leðri,
leit upp frá bollanum sínum.
„Það voru dásamlegir dagar,“
sagði hann, ,,þá sá ég einu sinni
náunga, sem gert hafði verk-
fall, ganga inn í þessa kaffi-
stofu hérna með litla apann
sinn, leiða hann að afgreiðslu-
borðinu og segja veitingamann-
inum að gefa apanum flösku af
bezta og dýrasta kampavíninu,
sem til væri.“
Seinna um daginn heimsótt-
um við hinn fræga Scotty-kast-
aia, sem bar við dökkann f jalls-
vegginn, eins og kastali ein-
hvers ræningjabaróns miðald-
anna. „Scotty sló þá alla út,“
sagði Copperstain. „Ekkert
giaddi hann, eins og það, að sjá
nafnið sitt í blaðinu. Tók Santa
Fe lestina á leigu, til þess að
setja nýtt met milli Los Ang-
eles og New York. Honum tókst
það líka, en það kostaði hann
meiri peninga, en ég mun græða
á gullgreftri alla mína æfi.“ Við
skoðuðum kastalann, undravert
sambland af slæmum smekk,
óhófi og fegurð, táknrænt minn-
ismerki fyrir þennan ævintýra-
mann. Ég sat inni í hljómleika-
herberginu, þar sem Scotty
hafði komið fyrir stóru og
vönduðu orgeli og leigði vel-
þekktan tónlistarmann til að
lcika á það. Orgelið þrumaði
eina ungverska Rhapsodíu eftir
Liszt — en nú var þarna aðeins
lítið píanó, sem lék alþýðleg
sönglög fyrir ferðamenn, fyrir
$ 1,10 á mann.
Daginn eftir ókum við Copp-
erstain eftir grýtta veginum,
sem hinir stóru borax-vagnar,
með 20 múlösnum fyrir, höfðu
einu sinni farið. Við fórum
framhjá „Golden Canyon“ með
undarlegu klettamyndunum sín-
um, eins og minnisvarðar forn-
Egypta. Framhjá „Wild Rose
Canyon“, með villiöpunum, af-
komendum týndra apa margra
málmleitarmanna. Framhjá
„Artists Palette" með hinum
ótrúlegu litum sínum, eins og
einhver vitfirringur hefði þeytt
tunnum með olíulitum í allar
átti, í þeim tilgangi að keppa
við regnbogann.
Við snérum aftur, í áttina
tii „Stovepipe Wells“. Lítið dýr
hoppaði yfir veginn. Eg þekkti
strax að það var kengúru-rotta,
annar óvenjulegur íbúi dalsins.
Eitt af þeim fáu dýrum, sem
getur lifað alla sína ævi, án
þess að drekka einn einasta
dropa af vatni og er búið þeirri
efnabreytingarhæfni, að það
getur breytt öllu, sem það ét-
66