Úrval - 01.09.1960, Side 75
fbftir dr. Cfeorge Qailup og Svan
Hvernig verða menn hundrað ára?
Rcett hefir verið við fjölda manna, 95 ára og eldri, og birtast hér
fróðlegar niðurstöður af þeim athugunum.
Við síðasta manntal í Banda-
ríkjunum reyndust 29.000 af í-
búum ríkisins vera 95 ára og
eldri. Segja má því, að þeir hafi
fæðst í þenna heim um það
leyti sem líkurnar fyrir því að
geta orðið 95 ára voru svo litl-
ar, að þær gátu naumast heitið
teljandi. í þann tíð dó sjötta
hvert barn á fyrsta aldursári.
Meðalaldur fólks er fæddist um
1860, var því sem næst 42 ár,
svo þessar 29 þúsundir öldunga
hafa lifað meira en tvöfalt leng-
ur en velflestir samtíðarmenn
þeirra, og aldarf jórðungi lengur
en búast má við að börn þau lifi,
sem eru að fæðast í dag. Því
nú er meðalaldur manna talinn
um það bil 70 ár.
En hvemig hefir þetta fólk
farið að því að verða hundrað
ára ? Hvað hefir það gert til
þess? Er það arfgengum eigin-
leikum að þakka, eða sérstöku
mataræði ? Geti annars nokk-
ur leitt í ljós leyndardóma
þeirrar listar að lifa lengi, hlýt-
ur það að vera þetta fólk.
Á þessum aldursflokki manna
gerðum við fyrstu vísindalegu
athuganir sem nokkuð hefir
kveðið að. Við völdum okkur
152 karla og 250 konur, en það
var tilsvarandi rétt hlutfall
kynjanna í hópi þessa gamla
fólks, — og spurðum það ræki-
lega spjörunum úr. Allar niður-
stöður sem fram komu, voru
síðan teknar til meðferðar við
Gallup-stofnunina í Princeton.
Nú skal frá því skýrt í stuttu
máli, sem öldungar þessir höfðu
að segja um sína löngu æfi.
Við komumst fljótt að því, að
flestir þeirra sem rætt var við,
höfðu haft allt of mikið að gera
til þess að grufla nokkuð telj-
andi út í gátur tilverunnar. Við
spurðum: „Getið þér gefið
nokkra skýringu á því hvers
vegna þér hafið náð svo háum
aldri?“ 28 af hundraði kváðust
ekki geta það, og 22 af hundr-
aði sögðu bara að „það væri
guðs vilji“. Seytján af hundraði
sögðust taka lífinu eins og það
kæmi fyrir, það væri glatt og
ánægt, laust við heilabrot og
hneigt til fyndni og kýmni.
Sextán af hundraði taldi sig
hafa lifað svo lengi vegna þess
69