Úrval - 01.09.1960, Qupperneq 80
IJRVALi
HVERNIG VERÐA MENN HUNDRAÐ ÁRA ?
livernig það ætti að komast af.
Flestir karlmennirnir höfðu ver-
ið vinnufærir til áttatíu ára ald-
urs, og rúmlega helmingur
þeirra hafði aldrei tekið sér frí.
Margir þeirra sögðu: „Eg var
minn eigin húsbóndi,“ og það
hlýtui' maður að fallast á þegar
athugað er hverja atvinnu þeir
hafa stundað.
Einir níu af hundraði hafa
verið opinberir embættismenn.
Bændur (31%) og kaupsýslu-
menn (15%) voru sínir eigin
húsbændur. Það er og einkar
trúlegt að erfiðismönnum hafi
fundizt þeir frjálsir og óháðir,
þótt þeir hafi unnið samkvæmt
annara fyrirmælum. Að minnsta
kosti hafa þeir verið lausir við
spennu þá, er tíðum þjáir iðn-
verkamenn nú til dags, er gæta
véla sinna undir eftirliti að-
finnslugjarnra stjórnarherra
eða vandlátra verkstjóra.
Þar við bætist að flestir þess-
ara manna tóku ekki búksorg-
ir sínar með sér í sængina. 85
af hundraði vöknuðu hvíldir og
endurnærðir á hverjum morgni,
eftir átta stunda svefn að
minnsta kosti. Sextán af hundr-
aði hafa haft níu eða tíu stunda
nætursvefn alla sína æfi. Sjö-
tíu af hundraði hafa ekki að
jafnaði tekið sér miðdegisblund.
(„Hvernig 1 ósköpunum hefði
ég átt að gefa mér tíma til
þess?“) En annar hver maður
segist hafa getað sofnað hve-
nær sem þeim gafst tækifæri til
að fá sér dúr.
Svo að segja allt er þetta
trúað fólk. 97 af hundraði telja
sig meðlimi einhvers trúflokks
eða kirkjufélags, og 73 hundr-
aðshlutar segjast hafa verið
mjög trúhneigðir alla sína æfi.
Enginn þeirra er ofstækisfullur
í trú sinni — eða vantrú. Hank
gamli Gooch sagði til dæmis:
„Eg trúi ekki á neitt. Mér finnst
bara engin ástæða til þess.“
„En hvernig væri nú, ef yður
kynni að skjátlast í því efni,
herra Gooch?“ spurðum við.
Öldungurinn deplaði bláum
augunum og svaraði: „Já, ef
það skyldi vera ég, sem er á vit-
lausri skoðun, má búast við ég
endi á æði heitum stað.“
Svar hans er í rauninni sér-
kennandi fyrir heildina. Enda
þótt trúleysi hans stingi mjög
í stúf við trúarsannfæringu
meirihlutans, bera orð hans vott
um að hann stendur á svipuðum
grundvelli og allir hinir. Hann
er sem sé nákvæmlega jafn ró-
legur og öruggur og trúmað-
urinn James Brett. Hann er 109
ára gamall, og fékk nýlega hvítt
barnshár á beran skallann og
nýja augntönn í neðri góm.
Brett hefir verið baptisti um
sjötíu ára skeið, hann hefir
alltaf lesið kvöldbænir sínar og
aldrei neytt nokkurs matar án
þess að lesa fyrst borðbæn.
Þrátt fyrir það myndi trú-
manninum James Brett og
Hank Gooch, sem er honum
gagnólíkur í trúarskoðunum,
aldrei til hugar koma að ríf-
74