Úrval - 01.09.1960, Page 83
EKIÐ BLINDANDI
ÚRVAL
að depla oftar augum en hinn,
sem ekur hóflega. Af þessu leið-
ir, að bifreiðarstjóri, sem ekur
é 60 til 80 mílna hraða, tekur
á sig áhættu, sem hann er alveg
grunlaus um. Depli hann aug-
um 20 sinnum á mínútu, fer
hann 720 fet alls blindandi.
Konur virðast depla augum
sjaldnar en karlar, 14 sinnum
á mínútu eða svo, sumar aðeins
á 18 sekúndna fresti, og í þessu
tilliti virðast konur því vera
hæfari til aksturs en karlar.
Bifreiðarstjórum kann að
þykja þessi örskamma blinda
þýðingarlaus, en þar mundi
hnefaleikamaður ekki vera sam-,
mála. Hann veit eins vel og
sjónhverfingamaður hve hið
snögga augabragð, viðbragðs-
flýtir augans, hefur mikla þýð-
ingu. Ögerlegt er að vita hve
mikinn þátt þessar blindanir
eiga í slysum. Barn getur skot-
izt út á veg á þeim tíma, sem
það tekur að depla auga. Hér
við bætist að bifreiðarstjóri,
sem ekur með 60 mílna hraða
og á móti kemur bifreið á lík-
um hraða, hann nálgast þá bif-
reið um rúmlega 15 metra á
þeim tíma, sem það tekur að
depla augunum. Það er vega-
lengd, sem ekki er hægt að
telja þýðingarlausa.
Þótt menn depli augunum
ósjálfrátt, er hægt að hafa
stjórn á þessu. Svo virðist sem
tilraunir til þess að halda aug-
unum opnum hafi í för með sér
ekki lítil óþægindi fyrstu mín-
úturnar. En þegar komizt hef-
ur verið yfir byrjunarstigið, þá
verður æ auðveldara að hindra
deplið. Ekki svo að skilja að
þetta sé ráðlegt, því að með því
að depla augum, er náttúran að
vernda þau, halda þeim hrein-
um, rökum og firra óþægindum.
Þetta skýrir m. a. hversvegna
augu þreytast við lestur, því að
það hefur komið í ljós, að menn
depla augum sjaldnar þegar þeir
lesa. Augun, sem þá fá ekki
venjulega hvíld og raka, verða
rauð, og jafnvel þrútin eftir
langan lestur, ekki sízt þar sem
reykur er.
Dr. Clark í háskólanum í
Cambridge hefur ef til vill
fundið svar við vandanum, en
hann hefur vanið sig á að depla
augunum á víxl, í stað þess að
aepla báðum í einu.
Bifreiðastjórum ber skylda til
þess að gera sér grein fyrir að
hann sér ekki veginn að fullu að
staðaldri, eins og margir halda.
Þeir vita líka að einhver algeng-
asta yfirlýsing eftir slys, er
þessi: Ég sá það (hann, hana)
ekki.
Er það of mikið að ætla að
afstaðan hafi breytzt meðan ek-
illinn deplaði augunum? Allar
hkur benda til þess, að allt, sem
líður milli öryggis og hættu, sé
eða gerist á einu augabragði,
meðan augunum er deplað.
Augljóst er hvern lærdóm má
af þessu draga: Því hægar, sem
ekið er, þeim mun meira öi-yggi.
(Leslie Wells í Men Önly)
77