Úrval - 01.09.1960, Síða 84
Furðuverk fernaldar VI
Vitinn í Alexandríu
Sæfarendur þurfa mjög
glöggra auðkenna þegar þeir
taka land, og oft nægja fjöll
og klettar. Engu slíku var til
að dreyfa á lágum óshólum Níl-
ar í Egyptalandi, en þar stóð
hin mikla hafnar- og verzlunar-
borg Alexandria. Því var það
að Ptolemeus II (285 — 247 f.
Kr.), líka nefndur Philadelpus
eða bróðurunnandi, og var held-
ur grátt gaman, því að hann
myrti tvo bræður sína, lét
Sostratus frá Knidus byggja
geysimikinn vita við innsigl-
inguna til Alexandriu. Vitinn
var kallaður ,,Faros“ eftir
eynni, sem hann stóð á, og varð
heimsfrægur, enda var hann af-
bragðs leiðarvísir fyrir sæfara.
F'arosvitinn var úr hvítum
marmara og 590 feta hár.
Hinn hvíti marmari sást úr
mikilli fjarlægð að degi til,
en um nætur brann eldur efst
í vitanum, endurvarpaðist frá
speglum, og sást loginn í 35
mílna fjarlægð. Farosvitinn
varð vitni að mörgum atburðum
og sögulegum, þótt eitthvert
frægasta ævintýrið hafi ef til
vill verið þegar Júlíus Cesar
buslaði þar með pappíra sína í
höfninni, en framtíð Rómaveldis
og Egyptalands hékk á þræði.
Farosvitinn varð fyrirmynd að
vitabyggingum nútímans af
þessari gerð, og nafn hans lifir
í frönsku, en á því máli nefnast
vitar phare. Vitinn skemmdist
mikið árið 400 e. Kr., og loks
hrundi hann í jarðskjálfta árið
1326.
7S