Úrval - 01.09.1960, Síða 85
í'Robert Coughlc
lan:
Of margt fólk! Hvað getum við gert?
Fyrir aðeins 100 árum gátu
foreldrar, hvar í heiminum sem
var, búizt við því að missa allt
að helmingi barna sinna, áður
en þau kæmust á legg. Hið
biblíulega æfiskeið „sex tugir og
tíu“ var raunverulega meira en
helmingi styttra. Af þessum
sökum tók það fyrstu 500 ár
menningarinnar að koma tölu
mannkynsins upp í eina billjón.
En svo tóku vísindaleg meðul
að gera sín kraftaverk. Bama-
dauði minnkaði, langlífi fór
vaxandi.
Þá tók það tæp 100 ár að tvö-
falda fólksfjölda alls heimsins,
úr einni billjón í tvær billjónir.
Það takmark náðist um 1920.
Búizt er við að sú tala hafi aft-
ur tvöfaldast upp í fjórar
billjónir árið 1980, eða á tæp-
um 60 árum. Og ef núverandi
fjölgunarhlutföll haldast ó-
hreitt, mun talan tvöfaldast á
hverjum 40 árum, billjónir hlað-
ast á billjónir. (Bandaríkin með
1,6% fólksfjölgun á ári munu
tvöfalda íbúatölu sína, upp í 350
milljónir, á næstu 40 árum).
Frá sjónarmiði vestræns
þjóðfélags er spurning vorra
tíma sú, hvort vestræn menning
og lýðræðisstjórn séu líkleg til
að lifa af slíka fólksfjölgun.
1 löndum, þar sem tæknileg-
ar framfarir eru miklar, hafa
læknisfræðilegar framfarir ver-
ið í stöðugum vexti í rúma sex
mannsaldra. íbúum hefur fjölg-
að, en yfirleitt hafa hagfræði-
kerfin verið nægilega þroskuð
til að fylgjast með.
Hinsvegar hafa hinir nýju
lífgjafar — bóluefni, móteitur,
skordýraeitur — nýlega borizt
til stórra heimshluta, sem
venjulega hafa einkennst af
hárri dánar- og fæðingartölu
og frumstæðri hagfræðiþróun.
Ceylon er ágætt dæmi. Frá
ómunatíð hefir malaria verið
hinn skæðasti og skelfilegasti
manndrápari þar. Eftir síðari
heimsstyrjöldina ákváðu stjórn-
arvöldin á Ceylon að útrýma
malaríu með nákvæmum heil-
brigðisaðgerðum. Á aðeins
nokkrum árum lækkaði dánar-
talan um helming — en fæðing-
79