Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 92
TjRVAI^
BÖKMENNTAGETRAUNIR
VIII.
Að gera sér með gestum kátt,
í glaumi og söng er hérna vandi,
og með þeim ríða um miðjan slátt.
Margt er skrítið á Norðurlandi.
Þó er það máske mest um vert,
sem mér var sýnt á þessum degi:
Bólstaðarhlíð í þjóðbraut þvert,
Þverárdalur á hvers manns vegi.
IX.
,,Ég fyrirgef þér, hvíslaði hún í eyra henni. En það þykir mér
vænt um, að ég veit, að guð fyrirgefur þér ekki. Hversvegna
heldurðu að Þorvaldur hafi strokið frá þér? Þú veist það ekki!
Ég veit það. Af því að þú ert ekkert annað en ílskan. Hvers vegna
heldurðu að Valdi hafi dáið? Ég veit það. Af því að öðrum eins
manneskjum trúir guð ekki fyrir börnum.
X.
Sú kirkja, sem heldur öðrum eins durgum í embættum og þessi
er, sem við höfum fyrir prest, hún er á fallanda fæti. Almenning-
ur fráhverfist henni. Hún er morkin inni við beinið, sjúk og
ellihrum. Hún hangir á þjóðarlíkamanum einsog sníkjudýr, sem
erfitt er að hrista af sér. Alt yngist upp nema hún. Hún eldist
því meira sem annað yngist. Engum venjulegum umbótum get-
ur hún tekið, því að, ef farið yrði að róta við henni, mundi
hún hrynja til grunna.
Á 2. kápusíöu er nánar sagt frá getrauninni og verölaunum
fyrir ráðningar á henni.
86