Úrval - 01.09.1960, Qupperneq 93
„Betri er krókur en
@ © •
m ® & m> ©
Ég átti geysi annríkt, en einn
af þeim, sem ég þurfti að tala
við, var uppgjafahermaður. Eg
gaf mér ekki tíma til þess að
segja annað við hann en það,
að ef ég hefði eitthvað handa
honum, þá skyldi ég gera hon-
um aðvart. Síðan bað ég hann
að afsaka mig, því að ég væri
á spani. Hann brosti við, og
gekk til dyra.
— Að hverju ertu að glotta?
surði ég.
— Það var svo sem ekkert,
sagði hann. Mér datt í hug ann-
ar maður, sem þurfti að flýta
sér.
Hann sagði þetta svo ein-
kennilega að forvitni mín vakn-
aði.
— Hvemig var það? spurði
ég. Segðu mér af honum.
— Hann var enginn höfðingi,
sagði hermaðurinn. Hann og
faðir hans áttu landskika, en
að fráteknu nafninu og jarðar-
bleðlinum, áttu þeir fátt sam-
eiginlegt. Gamli maðurinn kaus
að fara sér hægt, sonurinn var
ákafamaður.
Einn morgunn fylltu þeir
kerru af grænmeti, spenntu
fyrir og lögðu af stað til borg-
arinnar. Ungi maðurinn reikn-
aði það út, að ef þeir héldu á-
fram allan daginn og nóttina,
næðu þeir þangað næsta morg-
unn. Svo að hann keyrði uppá
kerruuxann með priki.
— Taktu því með hó, sagði sá
gamli. Þú endist þá lengur.
— Ef við komumst á mark-
aðinn á undan öðrum, sagði
sonurinn , þá er líklegra að við
seljum hærra verði.
Gamli maðurinn dró hattinn
niður fyrir augu, og sofnaði í
sæti sínu. Fjóram mílum og
fjórum stundum síðar komu
þeir að litlu húsi við veginn.
— Hér býr frændi þinn, sagði
faðirinn og reis upp. Við skul-
um kasta á hann kveðju.
Þrátt fyrir eirðarleysið varð
ungi maðurinn að sætta sig við
það, að gömlu mennirnir röbb-
87