Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 94
TJRVAL
uðu saman heila klukkustund.
Þegar feðgamir héldu af stað
aftur, tók gamli maðurinn við
taumunum. Þeir komu þar, sem
vegurinn skiftist, og gamli mað-
urinn beygði til hægri.
— Það er styttra að fara
vinstri leiðina, sagði pilturinn.
— Veit ég það, svaraði faðir
hans, en þessi leið er skemmti-
legri.
— Berðu enga virðingu fyrir
tímanum? sagði sonurinn.
— Ég met hann mikils, sagði
hinn, þessvegna þykir mér gam-
an að horfa á blóm.
Þegar rökkva tók voru þeir
staddir á stað, sem leit út eins
og einn stór garður.
— Hér skulum við taka okk-
ur næturstað, sagði gamli mað-
urinn.
— Þetta er í síðasta skifti,
sem ég fer með þér, sagði son-
ur hans. Þú hefur meiri áhuga
fyrir blómum, heldur en að afla
þér f jár.
Fyrir sólarupprás vakti pilt-
urinn föður sinn, og þeir héldu
af stað. Þeir höfðu skammt far-
ið þegar þeir komu að bónda,
sem baslaði við að ná kerru
sinni upp úr skurði.
BETRI ER KRÓKUR EN KELDA
— Við skulum rétta honum
hendi, sagði gamli maðurinn.
— Og tefjast lengur? spurði
sonurinn.
— Rólegur, sagði faðirinn.
Einhverntíma gæti það hent þig
að sitja fastur í skurði.
Loks þegar kerran var komin
upp á veginn, var klukkan orðin
átta að morgni. Allt í einu brá
fyrir geysistóru leiftri. Svo
kom þruma, en handan hæðanna
sortnaði himininn.
— Lítur út fyrir að það rigni
í borginni, sagði gamli maður-
inn.
-— Ef við hefðum verið fyrr
á ferðinni, þá værum við nú
búnir að selja, nöldraði hinn.
— Taktu því með ró, sagði
sá gamli. Þú endist þá lengur.
Degi var tekið að halla þegar
feðgamir komu á hæðir, þar
sem sá yfir borgina. Þeir námu
staðar og horfðu — lengi. Loks
sagði ungi maðurinn, sem svo
mjög hafði þurft að flýta sér:
— Ég skil hvað þú átt við,
faðir minn.
Þeir sneru við og óku brott
þaðan, sem áður hafði staðið
borgin — HIROSIMA.
88