Úrval - 01.09.1960, Page 97
HLYIR ESKIMOAR
Hvernig fara Eskimóar að því
að halda á sér hita? Heim-
skautalandkönnuðurinn Vil-
hjálmur Stefánsson hefur skýrt
það: Þeir hafa úlpuna þrönga
í hálsinn og eru ekki í neinu
innanundir nema buxum. Búinn
á þennan hátt líður Eskimóa
þægilega í 40 stiga frosti.
Bandaríkjamanni, þrisvar sinn-
um meira klæddum, myndi ekki
liða sérlega vel úti í slíkum
kulda.
Ástæðan til vellíðanar Eski-
móans í kulda er sú, að klæðn-
aður hans er ekki gerður eftir
þeirri evrópsku reglu, að ein-
angra líkamann með mörgum
lögum af fötum, sem falla fast
að húðinni.
Föt Eskimóa eru gerð í þeim
tilgangi að halda hlýju lofti.
Víðar loðbuxurnar falla nota-
lega að stígvélunum. Ekkert
lialt loft getur komizt upp eftir
fótleggjunum og blandazt loft-
inu, sem líkaminn hefur hitað
upp. Utan yfir buxunum er Eski-
móinn í síðri loðúlpu, loftþéttri
með loðnuna inn, og án klaufar
að framan. Ulpan er með hettu
og hún fellur vel að hálsinum.
Næstum allt loft, sem líkami
hans hefur hitað upp, helzt
kyrrt þar sem það hitnaði.
Þegar Eskimóanum er of
heitt, eins og oft ber við, jafn-
vel í köldu veðri, losar hann
ofurlítið um hálsmálið undir
hökunni og lætur nokkuð af
hlýju lofti sleppa upp. Ef hann
þarf að sitja af sér hríðarbyl
úti á víðavangi, brettir hann
upp ermarnar og krossleggur
nakta armana á beru brjóstinu
til frekari upphitunar. Hann er
ekki í neinum nærfötum. Þau
eru ekki til gagns, segir Vil-
bjálmur, gera ekki annað en
auka þyngdina og safna í sig
raka.
Vilhjálmur hefur ekki miklar
mætur á klæðnaði hvítra manna.
Hann er of þykkur, segir hann,
og sleppir út heitu lofti, bæði
gegnum óloftþétt efnið, og út
um op, svo sem hálsmál. Oft
verður hann mettaður raka, sem
harðnar í ís. Líkamsraki Eski-
móa berst að mestu burt með
því litla lofti, sem síast upp
umhverfis andlit hans.
Vilhjálmur veit ekki, hvernig
Eskimóar uppgötvuðu aðferðina
til að halda heitu lofti á sér,
en hann er viss um, að þeir
gætu ekki lifað í heimskauta-
löndunum án þeirrar kunnáttu.
Hús þeirra, hvort heldur úr snjó
eða torfi, eru byggð eftir sömu
91