Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 100
ÚRVAL
mikli dagur. Flestir vopnfærir
menn og sumar ungu stúlkurn-
ar þyrpast um borð í hertrján-
ingana og róa laumulega upp
Digoelána. Þeir taka land á fyr-
irfram ákveðnum stað, og er
vísað af njósnurunum til dauða-
clæmda þorpsins. Um kvöldjð
tauta öldungarnir galdraþulur
til að gera árásarmennina ó-
eýnilega, og til að fórnarlömbin
sofi sem fastast. Svo læðast
hausaveiðimennirnir fast að
kofunum og bíða dögunar. Þeg-
ar fyrsta skíman sést á lofti,
hrópar foringinn upp: ,,Eg er
kominn til að taka höfuð ykk-
ar!“ og þar með hefst árásin.
Veiðimennirnir æða um þorpið
og skjóta logandi örvum í strá-
þökin. Séu hernaðaraðgerðirnar
framkvæmdar sómasamlega, er
sjaldan um mikla mótspyrnu að
ræða. Syfjuðum fómarlömbun-
um, bæði konum og körlum, er
smalað saman og skipað að
segja til nafns.
Svo hefst athöfnin, sem
framkvæmd er hátíðlega. Á-
haldið er bambushnífur. Litlum
börnum er þyrmt og þau tekin
í fóstur, í von um, að þau geti
sagt til nafna þeirra af hinum
fullorðnu, sem ekki verður með
öðru móti vitað um nöfn á.
Heimkoman. Hlaðnir haus-
um og nýjum nöfnum, halda
eintrjáningamir niður ána. Nú
er sungið og hlegið og mikil
gleði. En hermennirnir taka að
gráta og barma sér, er þeir
koma auga á heimkynni sín og
NAFNGIFTIR
hugsa um blessuð litlu, óláns-
sömu börnin, sem enn hafa ekki
öðlast nöfn.
Eftir langvarandi helgisiði, er
vegleg veizla undirbúin. Fólk
sker bambus til að afgirða
dansreit og hleður sæti og
svefnskála allt umhverfis hann.
Síðan hefst veizlan. Hermenn-
irnir skreyta hár sitt með bönd-
um og fléttum. Eftir merki frá
öldungum eru bumbur barðar og
hermennirnir þramma kringum
dansreitinn, sýnandi meðbræðr-
um sínum höfuðin, sem þeir
hafa tekið.
Aðal helgiathöfnin hefst með
dansi öldunganna. Þeir mynda
röð í líkingu við slöngu, tákn
ódauðleikans. Einn af' öðrum
bætast hermennirnir við röðina.
Hausarnir, sem haldið er hátt á
lofti, eru tákn, ekki einasta
dauðans, heldur einnig fram-
tíðarlífs, því tengd þeim eru
dýrmæt nöfn handa næstu kyn-
slóð: hið viðhafnarlega tákn ó-
dauðleikans er fengið.
Og velferð hinna óskírðu er
nú tryggð. Þegar hátíðahöldun-
um lýkur, eru nöfnunum úthlut-
að til allra bama, er þeirra
þarfnast. Kjálkabein þeirra
manna, er síðast báru nöfnin,
eru fest um háls barnanna í
bómullarpokum. Þegar börnin
eru óþekk, geta mæður þeirra
venjulega fengið þau til að sjá
að sér, með því að hóta að taka
frá þeim þessa dýrmætustu
eign þeirra.
ö. H.
94