Úrval - 01.09.1960, Síða 103
ÞÚ ÞARFT KANNSKE MEIRI SVEFN
ÚRVALi
úr sekúndu. Stundum voru dúr-
arnir algert tóm, stundum voru
þeir fullir af ímyndunum,
draumum. Þegar klukkustund-
um svefnleysisins fjölgaði urðu
dúrarnir örari og lengri,
kannske tvær eða þrjár sekúnd-
ur. Jafnvel þótt umræddur ein-
staklingur hefði setið við stýri
fiugvélar í þrumuveðri, þá hefði
hann ekki getað veitt micro-
svefninum viðnám í þessar fáu,
ómetanlegu sekúndur. Og það
getur komið fyrir þig, eins og
margir, sem sofnað hafa við bif-
reiðarstýri, geta vottað.
Önnur furðuleg afleiðing af
svefnmissi var árás hans á
minni og eftirtekt. Margir
svefn-sviftir menn voru þess
vanmegnugir, að muna upplýs-
ingar nógu lengi, til að notfæra
sér þær við verk sem þeim var
ætlað að framkvæma. Þeir stóðu
gersamlega ráðþrota í kringum-
stæðum, sem kröfðust þess að
þeir hefðu mörg atriði í huga
og breyttu samkvæmt þeim,
eins og flugmaður verður að
gera, þegar hann sameinar
vindátt, vindhraða, hæð og
flugbraut, til þess að fram-
kvæma slysalausa lendingu.
Læknir, sem ég þekki, var
vakinn og kallaður til sjúkl-
ings á hverri nóttu, vikum sam-
an. Eitt kvöld þegar hann kom
heim, örmagna af þreytu, frétti
hann að einn af sjúklingum
hans væri kominn á sjúkrahús-
ið. ,,Hjúkrunarkonan sagði mér
komutíma sjúklingsins, nafn
hans og var að lýsa sjúkdóms-
einkennunum, þegar ég gleymdi
því, sem hún var þegar búin að
segja mér,“ sagði hann. — ,,En
svo versnaði það. Ég gat ekki
einu sinni skilið það, sem hjúkr-
unarkonan ætlaðist til af mér.“
Algerlega ráðþrota lét hann
starfsbróður sinn leysa sig af
hólmi — og svaf í 13 klukku-
stundir.
Einstaklingar sem starfs síns
vegna þurfa að hafa mörg atriði
í huganum samtímis, ættu að
hugleiða þessar hættur.
Það verð, sem flestir okkar
verða að gjalda fyrir að vaka
lengur frameftir, en við ættum
að gera, er almennt bráðlyndi.
Dr. og frú Graydon L. Freeman,
sem bæði eru sálfræðingar,
gerðu tilraunir með mislangan
nætursvefn og sváfu f jórar, tíu,
átta og sex klukkustundir
hverja nótt. Dr. Freeman skýrði
frá því í „Journal of Experi-
mental Psychology11, að í lok
síðari vikunnar „hefði samband
sitt við starfsbræður sína ver-
io blandað sáru háði oft og tíð-
um og áreitni sem oft hefði ver-
ið mjög ókurteis." Hann skýrði
frá því að „óvingjarnleg og að-
finningasöm framkoma við aðra
einstaklinga“ væri meginafleið-
ing svefnskorts.
Hvernig getur svefnleysi
valdið slíku bráðlyndi? Flestir
sérfræðingar svara spurning-
unni á þá leið, að það herði
taugar og vöðva og auki þann-
ig spenninginn. Dr. E. J. Mur-
97