Úrval - 01.09.1960, Side 104
tJRVAL
Þtr ÞARFT KANNSKE MEIRI SVEFN
ray, sálfræðingur við háskóla í
Syracuse, bætir því við, að von-
leysi geti verið eitt atriði.
Svefnþörfin er hvöt, eins og
hungur. Þegar við þjáumst af
svefnþörf gerir hin ófullnægða
hvöt okkur bráðlynda og áreitna
— alveg eins og hungrið gerir
mann geðillan.
Freemans-hjónin gerðu aðra
undraverða uppgötvun: Hin
viðurkennda góð-einnar-nætur-
hvíld er ekki nægileg, til að
koma okkur í samt lag aftur.
Þau fundu að þau þurftu a. m.
k. tveggja nátta svefn, helzt
meira, til þess að ná sér eftir
f jögurrastunda nótt.
Skortur á svefni er líka
eyðsla á nauðsynlegri orku.
Við tilraun í Yale-háskólanum
voru nemendur látnir leysa
erfið margföldunardæmi eftir
átta klukkustunda svefn. Þar
næst eftir svefn í aðeins sex
klukkustundir. Hraði og ná-
kvæmni var dáltið meiri eftir
svefnmissinn, en frumurann-
sóknir leiddu hinsvegar í ljós
að sama verkið útheimti næst-
um þrefalt meiri orku.
En hversvegna óx hraði
þeirra og nákvæmni ? Þessi
skammvinna örfun í fram-
kvæmd er oft hættuleg blekk-
ing sem stafar af svefnmissi.
Stúdentar, sem sitja langt fram
á nætur við próflestur, verða
oft varjr við þessa skammvinnu
örfun. Ef prófin eru stutt, get-
ur stúdentinn sennilega grætt
á þessarri auknu þenslu. En
þetta er aðeins stundarörfun.
Eftir nokkurra nátta ónógan
svefn, fer starfsorkan að
minnka.
Nótt eftir nótt er svefn
margra okkar minni, en nauð-
synlegt er, stundum sem svar-
ar 15 mínútum og stundum allt
að tveimur klukkustundum. Við
getum þolað það í nokkra mán-
uði, jafnvel árum saman, með-
an þreytan fer vaxandi, en svo
koma afleiðingarnar allt í einu
í ljós . . .
Ungur verkamaður vakti
undrun í nágrenni okkar —
„Flest fólk sefur of mikið,“
var hann vanur að segja. „Þetta
er allt undir sjálfsaga komið.
Eg vandi mig strax í æsku á
að sofa fimm klukkustundir á
sólarhring og meiri svefn þarf
ég ekki.“ Síðastliðið sumar féll
hann saman. Læknirinn hans
kallaði það „taugaþreytu“.
Milljónir manna vaka of
langt fram á nætur af einskær-
um vana. Mörgum finnast síð-
kvöldstundirnar þær einu, sem
þeir geti kallað sínar eigin.
Þreyttar húsmæður t. d. sem
hafa loksins komið börnum sín-
um í rúmið, finna að nú fyrst
geta þær helgað sjálfri sér smá-
stund. Þær njóta þessarra
augnablika á kostnað svefns og
hvíldar. Og verð þeirra er hærra
en flesta grunar.
Margir slæpast á fótum fram
á nætur, einfaldlega vegna þess
að þeir eru óánægðir með það,
hversu lítið þeir hafa gert um