Úrval - 01.09.1960, Side 105
ÞÚ ÞARPT KANNSKE MEIRI SVEPN
ÚRVAL
daginn. Hin kaldhæðna stað-
reynd er þó sú, að ef þeir nytu
þess svefns er þeir þarfnast,
myndu daglegu störfin verða
rneiri.
Aðrir vaka frameftir af á-
hyggjum og kvíða. En svefn-
inn er bezta lækningin við á-
hyggjum. Læknirinn minn orðar
það þannig: „Gættu þess fyrst
cg fremst að njóta nægilegs
svefns og þá munu flestar þín-
ar áhyggjur reynast léttbærar.“
Tíminn, sem varið er til
svefns, er mikilvægur þáttur í
sköpun lífsgleðinnar — þessa
skyndilega flóðs vellíðunar, sem
stundum steypist yfir okkur,
gagntekur okkur og fyllir okkur
gleði yfir því að vera lifandi.
(IJr Farm Journal). — S.H.
>•
Anægðir
fangar
Fóik sem vorkennir dýrum í
dýragörðum, gæti sparað sér þá
vorkunnsemi; dýr í dýragörð-
um sjá ekki eftir lífinu úti í
náttúrunni. Séu þau sómasam-
lega hýst, alin og hafi ráðrúm
til að leika sér, lifa þau yfirleitt
ánægjulegra lífi en flestar
mannverumar, sem koma að
skoða þau.
Þetta er niðurstaða dr. Hedig-
ers í bók hans Wild Animáls in
Captivity (Villidýr í haldi). Dr.
Hediger er forstjóri dýragarðs-
ins í Basel í Sviss, en hann er
ekki einasta dýragæzlumaður.
Hann er ecologist*, sem tekur
til greina jafnt sálrænar og
líkamlegar þarfir dýranna.
Villt dýr eru allt annað en
,,frjáls,“ segir dr. Hediger. Þau
verða að fylgja föstum venjum,
sem einkennast af ótta. Hvert
um sig hefur sitt afmarkaða
„svæði“ eða félagsgráðu, sem
ekki verður hróflað við án bar-
daga. Öll eiga óvini, að með-
töldum manninum, og verða sí-
fellt að flýja undan þeim. Villt
dýr eru oft hungruð, sjúk og fá
ekki útrás fyrir kynhvatir sín-
ar. Fæst þeirra ná fullorðins-
aldri. Það eru þau heppnu, seg-
ir dr. Hedinger, sem lenda í góð-
um dýragörðum.
Öryggistilfinning. Fyrsta
*) Sérfræðing'ur um samband lif-
andi vera við umhverfið og hverja
aðra.
99