Úrval - 01.09.1960, Qupperneq 109
FURÐUVERK FORNALDAR VII.
voru tilhöggnar frásagnamynd-
ir, og höfðu þar verið frægir
listamenn að verki, eins og
reyndar við bygginguna alla, en
120 ár tók að reisa musterið.
Smíðin stóð yfir um 350 f. Kr.,
en vitað er að Alexander mikli
bauð 334 f. Kr. aðstoð sína til
þess að fullgera það. Efesus-
nænn voru hrokagikkir og þáðu
ekki boð „barbarans". Mikill
átrúnaður var á Díönu, og söfn-
uðust henni gjafir, en stöðugt
unnið að því að prýða musteri
hennar og umhverfi þess, og fór
orðstýrinn víða. Það var svo
árið 53 e. Kr., sem Páll lagði til
atlögu við gyðju Efesusmanna
og fór halloka. Gotar rupluðu og
skemmdu hofið 262 e. Kr., en
ÚRVAL.
þó ekki meira en svo að það
varð hresst við aftur og hlaut
sína fyrri mynd.
Svo var það að Theodósíus,
hinn vel-kristni keisari í Róma-
veldi, fyrirskipaði eyðileggingu
allra heiðinna hofa í ríkinu.
Þetta var í lok 4. aldar e. Kr.,
og þá var gengið svo frá must-
eri Díönu, að þar sá ekki stein
eftir, og má e. t. v. segja að
eftir rösk 300 ár hafi loks verið
hefnt ófara postulans Páls. En
keisarinn Theodósíus fær það
eftirmæli að hann hafi látið
eyðileggja tvö af furðuverkum
fornaldar, Seif í Ölympíu og
Díönuhofið í Efesus. Má jafnvel
aá trúarhita mannsins, en um
smekkvísi hans er meiri vafi.
Mennirnir hafa, sér til skelfingar, lært að búa til sprengjur,
sem hafa mikinn eyðingarmátt. Þeir komast þó enn ekki nálægt
því, sem náttúran getur þegar svo ber undir.
Árið 1883 sprakk eyjan Krakatoa í loft Upp. Eyja þessi lá í
sundinu milli Java- og Súmatraeyjar, og var nær 45 km2 og hæst
tæpir 400 m. Hljóðbylgjurnar, sem sprengingin kom af stað, fóru
45—50 þús. km. veg. Risavaxnar öldur, yfir 15 m. háar, flæddu
yfir nálæg strandhéruð og fórust af því rösklega 35 þús. manns.
Vart varð við bylgjurnar við Hornhöfða I Suðurameríku, næstum 13
þús. km. fjarlægð. Eyjan sjálf hvarf ekki aðeins með öllu af yfir-
borði, heldur varð þar í hafsbotn jafn djúp lægð, og eyjan hafði
verið upp úr sjó, þ. e. a. s. næstum 400 m djúp.
Segja má raunar að manntjón hafi ekki orðið mikið við þessar
náttúruhamfarir miðað við það, sem kjarnorkusprengjan olli í
Hirosima. En hvað hefði orðið ef gosið hefði komið upp í nútímaborg.
103