Úrval - 01.09.1960, Page 113
EF ÞJÓÐVERJAR HEFÐU SIGRAÐ
TjRVAIí
geta fætt,“ sagði Hitler, „svo
við skulum ekki hamla þeim
með óskynsamlegum hindrun-
um. Óskilgetin böm björguðu
Þýzkalandi frá fólksauðn eftir
þrjátíuárastríðið- Það getur
farið eins eftir þetta stríð.“
Börnin gátu annaðhvort ver-
ið hjá mæðrum sínum, eða rík-
ið annaðist uppeldi þeirra.
Ekkert skipti máli nema það, að
þau væru ,,kynhrein“. Engan
svívirðilegri glæp var hægt að
fremja gegn Ríkinu en þann að
„saurga blóð“ yfirburðakyn-
flokksins með mökum við ó-
æðri kynflokka.
Meðferð Hitlers á Gyðingum
er alkunn. Hann vonaði, að að-
eins fáir einir myndu sleppa við
útrýmingarstöðvamar, sem
þeim var smalað til víðsvegar
að úr Evrópu. Þær eftirlegu-
kindur, sem fyndust, átti að
flytja burt.
Erfðafræði og hugmyndin
um framtíðaráætlun varðandi
kynbætur, heilluðu foringjann.
Hann ræddi þær oft klukkutím-
um saman við Alfred Rosen-
berg, helzta fræðimann nazista-
stefnunnar og mesta áróðurs-
mann kenningarinnar um hið
„hreina, norræna kyn.“
Samkvæmt kenningum Ros-
enbergs, áttu Þýzkaland og
England að sameinast um yfir-
ráð heimsins, þar eð ágæti
beggja þessara landa var fólgið
í hinu „norræna“ blóði, sem
rann um æðar íbúanna.
Hitler trúði því, að einungis
með kynbótum gæti maðurinn
öðlast fullkomnun sinna ákjós-
anlegustu eiginleika. „Við höf-
um lært að framleiða afburða
hesta og hunda — hversvegna
skyldum við þá ekki rækta af-
burða fólk?“
Undirokaða lýðnum átti að
halda á lágu stigi, ólæsum.
Hann „átti einungis að vera
nógu vel að sér til að þekkja
vegavísana . . . Kennsla í landa-
fræði þarf ekki að vera nema
ein setning: „Höfuðborg Ríkis-
ins er Berlín.“
Nú, þegar fyrirætlanir Hitl-
ers hafa verið birtar okkur í
öllum þeirra viðbjóði, verður
það augljósara en nokkru
sinni fyrr, að þeir menn og kon-
ur, sem börðust til að stöðva
hann, björguðu frelsi okkar.
Verðið, sem þau greiddu, var
hátt, en frelsið var þess virði,
að fyrir því væri barizt — eins
og það ætíð er.
Ö H.
•k ★
l'OT