Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 118
TJRVAL
SVARTA RÖSIN
stjóri, og að sögn hagnast á
hverjum snúningi. Lu Chung
kvaðst hafa orðsendingu til
„hinna miklu vestrænu láv-
arða.“
„Til hvers kemur hinn ágæti
Lu Chung?“
Lu Chung gaf til kynna að
það væri leyndarmál, sem yrði
að þegja um, varðaði ella bráð-
an bana, en Walter fullvissaði
hann um þagmælsku þeirra. Lu
Chung hvíslaði:
„Þessi lítilmótlegi hefur tal-
að við svörtu rósina.“
Walter vissi það eitt, að neg-
ullinn, eftirsóttasta krydd
Austurlanda, gekk undir þessu
heiti, og beið átekta. Það kom
í ljós að Lu Chung átti við
systur Anthemusar.
„Hún á erfitt. Hún grætur
ao næturlagi, en hún er hug-
rökk. Þessi ómerkingur hefur
lofað hjálp. I Maragha. Vilja
göfugir lávarðar hjálpa líka?“
Walter spurði hvort stúlkan
hefði óskað þess, og Lu Chung
kvað svo vera. Fleiri mundu
koma þar við sögu, enda mikil
greiðsla boðin, en það vildi
Walter ekki heyra nefnt. Lu
Chung tók því með afskræmis-
legu glotti, kvaðst ekki geta
sagt meira að sinni; sagði
um leið og hann fór, að hann
ætlaði að færa þeim annan þjón.
Daginn eftir kom hann að
tjaldi Walters, og var dökk-
brúnn piltur í för með honum,
klæddur skósíðri skikkju, og
með ullarhött niður fyrir augu.
Lu Chung kvað þetta vera þjón-
inn, og héti hann Mustafa.
Mustafa leit upp, og Walter
hrökk við. I maghonýlitu and-
litinu skinu grunsamlega ljós
augu.
Tristram kom út úr tjaldinu.
,,Það fjölgar í heimili hjá okk-
ur,“ sagði hann. Walter benti
honum að koma nær.
„Hefur þú athugað þennan
nýja pilt?“ spurði hann.
„Nógu vel til þess að ég efa
að ég þekki strákana í sundur.“
„Ef þú hefðir gáð betur, þá
hefðir þú tekið eftir því að ný-
komni drengurinn hefur það,
sem þú kallar ensk augu.“
Tristram leit um öxl, blístr-
aði við, og sagði:
„Svona fljótt?“
# # #
I norður voru Sakhundfjöll-
in, en inn milli þeirra var Mar-
agha. Þegar lestin kom að
krossgötunum, kom maður á
mjög litlum hesti ríðandi með-.
fram lestinni. Það var faðir
Theodór.
„Við höfum beðið hér heil-
an dag,“ sagði hann. „Bayan
hefur verið afar óþolinmóður,
og ég efa að hann hefði tafið
hér einn dag enn.“
Presturinn var í kápu úr sauð-
skinnum og með húfu úr sama
efni. Hann var blár af kulda,
en svo mikið niðri fyrir að hann
var að springa.
„Anthemus fer ekki með,“
sagði hann. „Honum var til-
112