Úrval - 01.09.1960, Side 120

Úrval - 01.09.1960, Side 120
ÚRVAL SVARTA RÖSIN inn Mustafa verða liljuhvítur á hörund ef ekki væri að gert. Lu Chung var sammála um það, að þetta gæti verið hættulegt, og ætlaði að fara til þess að fá þessu komið í kring. Walter stöðvaði hann og spurði hvort hann mundi geta komið því til lsiðar, að hann fengi að líta inn í vagninn kynlega. Lu Chung kvað fáa vera á ferli, og fyrir gjald mætti vafalaust koma þessu í kring. Mynt skifti um eigendur, og hendi, sem var eíns og ránfuglskló, benti Wal- ter að koma inn í vagninn. Þar var dimmt og rammur þefur, sem Walter var viss um að staf- aði af deyfilyfjum. Þegar augu hans vöndust myrkrinu, sá hann á borði hvíta skál, fulla af vatni, en þar á flaut um það bil sex þumlunga nál. Hann sá að á botni skálarinnar voru tvö strik, sem lágu þvert hvort á annað, og nálin vísaði eins og önnur línan. Nálin titraði dá- lítið, en hvarflaði aldrei af sömu stefnu. Yfir borðinu var tréarmur með handfangi. Wal- ter þóttist sjá að vörðurinn léti arminn alltaf hafa sömu stefnu og nálina, þannig, að handlegg- urinn uppi á þakinu benti í suð- ur. Gat þetta verið svona ein- falt? Hann var viss um að hafa hitt á það rétta, og þótti leitt að geta ekki spurt gamla varð- manninn. Annar armur, sem stóð upp ár gólfinu og var þannig fyrir komið, að hann hitti málm- hlemm ef hann hreyfðist, var honum meiri ráðgáta. Allt í einu skildi hann að þetta var dymbillinn, sem heyrðist í við hvern li, sem farinn var. „Ég trúi,“ sagði hann við sjálfan sig, „að armurinn sé í tengslum við eitt hjólið. Þeir hafa reiknað út hve margir snúningar hjólsins verða einn li, og þegar sú vegarlengd er far- in, setur eitthvað arminn í sam- band, og hann slær málm- hlemminn." Gamli maðurinn virtist kvíð- inn og vilja losna við hann, svo að hann fór út úr vagninum, sneri til tjalds síns ljómandi af því, sem hann hafði komizt aö, og sá þegar til tjaldsins kom, að Maryam var orðin hæfilega dökk yfirlitum. Vikum saman hafði ferðinni verið hraðað, og dag hvern far- ið lengra en næsta dag á und- an, en Mongólar riðu fram með lestinni, og kölluðu: Hudelhu! Hudelhu! Áfram! Áfram! Bay- an brann í skinninu eftir að komast á vettvang stríðsins. Einn morgunn, þegar Walter fór á fætur í dögun og gekk út, þá gat hann séð til fjallanna í suðri. Hann stóð mállaus af undrun og aðdáun. Hvítir f jalla- tindarnir sýndust renna sam- an við himininn í feikna hæð, eins og þar sameinaðist jörðin hinum dularfullu sviðum ofar skýjunum. „Snæfjöll,“ sagði hann upp- hátt. 114
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.