Úrval - 01.09.1960, Síða 121
SVARTA RÖSIN
TÍRVALi
„Þau eru dásamleg!" sagði
rödd við hlið hans.
Maryam hafði komið út, og
hann leit á hana. Húð hennar
var nú orðin eins og hún átti
að sér á litinn, og hafði blæ af
fílabeini. Hún horfði til fjall-
anna, en blá augu hennar ljóm-
uðu, og þau voru djásn hennar,
þótt öll væri hún fögur.
,,Dásamleg!“ endurtók hann,
en brá þegar hann áttaði sig á
því, að hann hafði fremur verið
að hugsa um hana heldur en
Snæfjöllin. Þetta var tvöföld
uppgötvun. Hann hafði nú í
fyrsta skifti séð hin víðfrægu
fjöll, og um leið að hann hafði
aldrei litið fegurri konu, en
Maryam.
# # *
Vorið kom og eyðimerkur-
gróðurinn þaut upp litskrúðug-
ur á leið lestarinnar. Eitt kvöld
sátu þau Walter í tjaldi sínu
þegar hann varð var við hreyf-
ingu fyrir utan. Maryam ætl-
aði að forða sér bak við hengi,
en varð of sein. Hnífur risti
tjaldið, en illgirnisleg, skásett
augu gláptu inn um rifuna,
hurfu síðan. Þeim varð ljóst, að
upp um þau var komið, og
Tristram kvað þau skyldu selja
líf sitt dýrt. Walter sagði annað
betra ráð fyrir hendi.
„Við höfum oft verið á eftir
lestinni,“ sagði hann „Á morg-
un látum við sem einn úlfald-
inn hafi helzt, og förum seint af
stað. Þegar lestin er úr aug-
sýn, snúum við til suðurs. Þar
eftir veltur allt á hve hratt við
getum farið.“
Tristram var hugsi og brúna-
þungur.
„Ég veit það, Wat,“ sagði
hann þegar Maryam var far-
in, „að þú hefur eitthvað í
huga, sem skapar okkur hinum
undankomu á þinn kostnað. Eg
samþykki það ekki.“
„Því fylgir nokkur hætta, en
það eru einnig möguleikar til
þess, að mér takist að sleppa.
Það, sem máli skiftir, er að ná
Maryam úr klóm þeirra. Það er
á þér, sem sú skylda hvílir. Eg
ætla að reyna dálítið, sem kæmi
okkar gamla vini, Roger Bacon,
í gott skap, og það er þýðingar-
laust að reyna að kenna það í
skyndi. Eg, og ég einn veit hvað
gera skal. Ef ég næ ykkur ekki,
þá skuluð þið fara til Kinsai.
Fáðu þetta kaupmanni þar, sem
heitir Sung Yung, og hann sér
til með ykkur þangað til ég
kem.“
Walter fékk vini sínum ann-
að bréfið, sem Anthemus hafði
fengið honum.
* * *
Beizkur þefur fyllti nasir
Walters um leið og hann kom
inn í vagninn. Gamli Kínverj-
inn lá undir borðinu með gal-
opin augu, en starandi og svip-
laus. Hann var sýnilega í eitur-
lyfjavímu, en hann hafði gætt
þess, að festa arminn í ákveðna
stefnu. Walter losaði hann.
115