Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 7

Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 7
Þú vaknar á eldhúsgólfinu með dúndrandi hausverk og ákveður að þú ætlir aldrei að drekka aftur. Þú ætlar héðan í frá að vera góð manneskja sem að klárar hlutina! Þess vegna verðurðu að klára þessa sítrónutertu því að annars mun fjölskylda þín horfa niður á þig og þú færð aldrei góða vinnu í framtíðinni. Ef þú klárar ekki að baka sítrónutertuna verður ekkert úr þér! Þú ert augljóslega ekki að tala um sítrónutertuna og þarft virkilega á sálfræðiaðstoð að halda … en ekki núna. Núna er ekkert mikilvægara en að klára þessa sítrónutertu, ekki BA-ritgerðin, ekki kynningin hjá Baldri, heldur bara þetta! Byrjaðu á því að þeyta rjóma frábærlega í skál því þú ert best/ur! Í annarri skál þeytirðu saman eggjunum og sykrinum mjög vel. Hversu vel? Bara eins vel og þú getur! Eins lengi og þú ert að reyna þá er það alveg nóg! Næst bætirðu við fínt rifna sítrónu berkinum og safanum úr 2 og hálfri sítrónu í skálina og leyfir þeim að kynnast soldið. Svo næst blandarðu saman rjómanum og eggjablöndunni varlega saman með skeið. Næst stillirðu ofnin á 180°C og blástur til að hita hann aðeins upp fyrir frábæru tertuna þína! Nú kemur mjög mikilvægt skref sem að má alls ekki sleppa. Þetta skref er svona eins og að rifja upp námsefni fyrir próf, þ.e.a.s. ekki svo erfitt og árangurinn verður ekki eins góður ef þú sleppir þessu. Það er að taka út úr ísskápnum botninn og stinga hann með gaffli vítt og dreift. Að því loknu bakarðu botninn í tíu mínútur til undirbúa hann fyrir lokasprettinn! Taktu botninn úr ofninum og helltu sítrónufyllingunni í botninn. Að því loknu stillirðu ofninn á 150°C og lætur sítrónutertuna þína inn. Láttu bakast í 50 mínútur. Þann tíma gætirðu nýtt í til dæmis að gera kynninguna fyrir tímann hjá Baldri eða eitthvað annað uppbyggilegt. Þú ákveður samt að núna er mikilvægara að horfa á nýjasta þáttinn af Last of us þannig þú getir verið með í umræðunni á göngunum í skólanum á morgun…… Þátturinn er að sjálfsögðu átakanlegur að vana og þú þarft að taka smá tíma til að jafna þig. Tertan er tilbúin, tími til að taka hana úr ofninum. Til hamingju þú hefur tekið eitt skref í átt að því að verða betri manneskja sem klárar hluti, næsta skref er að klára kynninguna fyrir tímann hjá Baldri á morgun sem að þú veist þú munt negla eins og þú gerðir þessa sítrónutertu. Takk fyrir að lesa mitt take á ávarp forseta og verði ykkur að góðu! Elias Snær Önnuson Torfason Forseti Politica P.S. Ekki gleyma að þrífa eldhúsið ;) Stjórn Politica 2022-23 Efri röð frá vinstri: Alda Marín, Elías Snær, Gunnar Bjarki og Rúnar Neðri röð frá vinstri: Embla Rún, Bjartey Unnur, Arna Dís, Hekla Sól og Þórhildur 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.