Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 32

Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 32
 Hin falda saga ÚTLENDINGASTOFNUNAR Útlendingastofnun er ein af undirstofnunum Dómsmálaráðuneytisins en varpprunalega stofnuð sem deild innan lögreglunnar í kjölfar nýrra laga um eftirlit með útlendingum árið 1936. Það var ekki fyrr en 1999 að stofnunin varð aðgreind frá lögreglunni og að nafninu var breytt í Útlendingastofnun. Stofnunin sér um að afgreiða umsóknir um dvalarleyfi, alþjóðlega vernd, íslenskan ríkisborgararétt og vegabréfsáritanir. Saga Árið 1920 voru sett fyrstu heildstæðu lögin um útlendingamál þar sem Dómsmálaráðuneytið var æðsta vald í þeim málaflokki. Hið svokallaða Útlendingaeftirlit var stofnað innan íslensku lögreglunnar árið 1936. Þeirra hlutverk var að gefa út dvalarleyfi og hafa eftirlit með komum útlendinga. Árið 1939 vegna ótta við njósnir og hryðjuverk var hert á eftirliti með útlendingum um alla Evrópu og Íslandi líka. Sagnfræðingurinn Þór Whitehead hefur hefur sýnt fram á að sama ár hafi Hermann Jónasson komið á laggirnar eftirgrennslanakerfi til þess að safna gögnum og njósna um fólk sem töldust ógn við öryggi ríkisins Agnar Eldberg Kofoed-Hansen Agnar Eldberg Kofoed-Hansen er nafn sem ef til vill ekki mörg kannast við, en hann var skipaður í embætti lögreglustjórans í Reykjavík 1939 af Hermanni Jónassyni forsætis- og dómsmálaráðherra. Honum var falið það verk að stofna „Eftirgrennslanadeild“ hjá Útlendingaeftirliti lögreglunnar. Það sama ár var hann sendur í kynningarferð til Kaupmannahafnar og Þýskalands. Þar lærði hann mikið og varð fyrir áhrifum af rannsóknum Þjóðverja m.a. um arfgengi glæpahneigðar. Hann hélt því þó fram að í heimsókninni hefði hann bara lært um erfðafræði og ekki nasisma. Hvatinn bak við stofnun deildarinnar var sérstaklega vegna uppgöngu nasisma og kommúnista á Íslandi og Gúttóslagsins árið 1932. Leyniskjölunum sem safnað var saman með persónunjósnum og hlerunum voru síðar brennd í götóttri olíutunnu árið 1976 til að fela skammarlegu þátttöku mikilvægra aðila. Hermann réttlætti synjanir umsókna á þeim grundvelli að á Íslandi ríkti kreppa og að á seinustu árum hefðu hlutfallslega margir útlendingar hlotið landvistarleyfi. Þessi rök eru afar sérkennileg þar sem opinberar tölur segja aðra sögu og að kreppuástand ríkti í allri Evrópu. Einnig er vert að benda á að þessi stefna hans gilti ekki um innflytjendur annarra þjóðernishópa, sérstaklega Norðmanna en þeir héldu áfram að fá landvistarleyfi í sama mæli og áður. Einnig fengu Þjóðverjar áfram landvistarleyfi, bara ekki þýskir gyðingar. Nokkrar áreiðanlegar heimildir hafa það eftir Hermanni að honum hafi verið umhugað að vernda “hreint kyn” Íslendinga. Hermann sagði Ísland hafa tekið við fleiri flóttamönnum gyðinga á stríðsárunum miðað við höfðatölu en það var hreinn lygi. Í raun fengu aðeins tveir gyðingar á Íslandi, sem nam 0,002% af heildaríbúafjölda landsins. Einnig má nefna að stefna ríkisstjórnar Hermanns, eftir að hann varð forsætisráðherra, endurspeglaði ekki bara útlendingahræðslu gagnvart gyðingum. Þegar Bandaríkjamenn komu til landsins þá hafði ríkisstjórnin sérstakar kröfur um að blökkumenn yrðu ekki í herliði Bandaríkjamanna heldur aðeins "úrvalslið". Það voru þó ekki einungis stjórnmálamenn sem gengu svo hart fram hvað varðar hryllilega stefnu Íslands í útlendingamálum. Björn Sv. Björnsson sonur Sveins Björnssonar, forseta, er líklega þekktasti nasisti Íslandssögunnar. Hann gekk til liðs við SS-sveitir nasista og var handtekinn og sakaður um stríðsglæpi undir lok stríðs. Sumir trúðu að Sveinn hafi komið syni sínum til bjargar og misnotað sitt vald sem þjóðhöfðingi Íslendinga til að frelsa hann og framselja hann aftur heim. Faðir hans lét hann lofa því að að aldrei tala um reynslu sína í þjónustu Þjóðverja né birta í fjölmiðlum. Árið 1989 kom þó út bók um endurminningar hans Ævi mín og sagan sem ekki mátti segja en í henni var t.d. fjallað um feril hans sem meðlimur nasistaflokksins. Hermann Jónasson Á fjórða áratug síðustu aldar bar Hermann Jónasson meginábyrgð á útlendingastefnu Íslands, fullri gyðingahatri. Íslendingar neituðu langflestum umsóknum gyðinga sem flúðu ofsóknir nasista. Árið 1938 gáfu íslensk stjórnvöld út yfirlýsingu um að íslenska ríkið myndi ekki taka við þýskum, austurrískum og tékkneskum gyðingum né veita þeim landvistarleyfi. Orðrétt sagði Hermann að Ísland væri “harðlokað land”. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.