Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 13

Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 13
Mögulegar lausnir á lýðræðisslysum Forgangskosningar er kosningakerfi þar sem kjósendur hafa tækifæri til þess að raða valkostum í forgangsröð þar sem efst er sá valkostur sem kjósandi vill helst og næst efst er sá valkostur sem kjósandi vill næst helst og svo koll af kolli. Við talningu atkvæða dettur sá valkostur sem er sjaldnast settur í fyrsta sæti út og atkvæði hans dreifast á hina valkostina. Þá er skoðað hvaða valkostur sem þeir kjósendur settu í annað sæti og svo koll af kolli þar til einn valkostur er með meirihluta atkvæða. Með þessu kerfi falla engin atkvæði niður dauð. Þetta kosningakerfi er notað m.a. í Kaliforníu og Alaska. Annar valkostur er tveggja umferða kosningakerfi. Í kosningakerfi þar sem eru tvær umferðir er hefðbundin kosning milli allra valkosta í fyrri umferð en tveir efstu valkostirnir fara í aðra umferð þar sem aðeins er kosið milli þeirra tveggja. Þetta kosningakerfi er notað m.a. í Frakklandi. Með því að nota forgangskosningakerfi hefði annar valkostur en Pólinn mögulega orðið hlutskarpari í kosningum. Ef að Póllinn væri mjög umdeilt val en hinir valkostirnir heldur óumdeildari hefðu þeir kjósendur sem völdu Þinghelgina eða Íslensku leiðina mögulega frekar velja valkost hvors annars í annað sætið frekar en að setja þar Pólinn. Þannig hefði mögulega annar valkostur unnið kosningarnar. Ef kosningakerfi með tveimur umferðum hefði verið notað hefði mögulega komið upp önnur sigurtillaga. Höfundar þessarar greinar tóku ekki þátt í kosningu um nafnið og bera fyrir sig rökin að þau voru viss um að valið stæði á milli gamla nafnsins, Íslensku leiðarinnar, og Þinghelgarinnar. Nafnavalið kom okkur þó í opna skjöldu. Með því að nota tvær umferðir hefði annars vegar Póllinn og hins vegar annað hvort Þinghelgin eða Íslenska leiðin farið áfram í aðra umferð. Við það hefðu höfundar og aðrir kjósendur fengið nýjan innblástur til þess að taka þátt í seinni umferðinni þó þeir tóku ekki þátt í þeirri fyrri. Við verðum þó að muna að forgangskosningar eða tveggja umferðar kosningar geta ekki einar komið í veg fyrir lýðræðisslys eins og kosningu Trump og Pólsins. Forgagnskosningar ganga ekki ef einstaklingar kjósa ekki og þess vegna er lang mikilvægast að lesendur taki til sín mikilvægi þess að nýta kosningarétt sinn, sama hvað. Nemendur undir dulnefni: Klementína, Klemensína og Klemens Pólsins Ábending ritstjórnar: Kosningar á nafni tímaritsins fóru fram í tveimur umferðum, fyrst með kosningunum milli allra nafnatillaganna og svo milli þriggja nafna, Íslenska leiðin og tveggja vinsælustu nafnatillaganna. Rafrænar kosningar voru í boði í báðum umferðum. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.