Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 8

Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 8
Frá unga aldri er okkur kennt um ábyrgð og fyrirgefningu, hvernig við eigum að taka ábyrgð á eigin gjörðum og biðja þau sem við höfum sært fyrirgefningar. Þessi góði eiginleiki að taka ábyrgð tekur að dala fljótt þegar við lærum að oft duga innantómar afsakanir. Það muna líklegast mörg eftir atviki á leikskólanum þar sem einhver ýtti einhverjum. Starfsmaður af leikskólanum kom svo í kjölfarið og ræddi við barnið um að biðjast fyrirgefningar. Það fór með hangandi haus og muldraði fyrirgefðu. Síðan rétti það út hendina og þar með var málið búið, eða hvað? Við lærum einnig það að vera „stærri manneskjan“ þegar einhver gerir okkur mein. Við eigum þá að vera stærri og sýna ekki sama viðmót. Þegar einhver slær mig slæ ég hann ekki á móti. Þó þetta sé góður lærdómur þá getur hann leitt til öfga. Þegar minnihlutahópar á Vesturlöndum verða fyrir áreiti er oft búist við því að þeir haldi kjafti og haldi áfram að ganga sinn veg. Þeir eiga að vera prúðir og þakka fyrir það að mega búa í hinum Vestræna heimi þar sem þeir lifa við svo mikil „forréttindi“. Á seinustu árum hefur samtalið um ábyrgð og fyrirgefningu legið í loftinu, með tilkomu MeToo heyrum við stanslausar umræður um slaufunarmenningu, ábyrgðarleysi gerenda og hvenær við eigum nú að fyrirgefa þeim. Sumum finnst þetta fullgróft að slaufa fólki þar sem samkvæmt lögum er „sakleysi uns sekt er sönnuð“. Þetta hefur verið notað til að rengja frásagnir þolenda og þar með vísa þeirra hlið á brott. Þó að sumum finnist vera fleiri en ein hlið á svona málum þá finnst öðrum það ekki skipta máli. Þá nýtum við samt sem áður þennan rökstuðning einnig í þeim málum sem man myndi telja að væru frekar augljós. Flest geta sammælst um það að ef að manneskja drepur aðra manneskju með fleiri en eitt eða tvö vitni á staðnum þá er líklegt að þessi einstaklingur hafi framið morðið, eða hvað? Því að í málum þar sem annar einstaklingurinn er hluti af minnihlutahópi þá virðist allt breytast. Þegar gerandinn er í minnihlutahópi þá er m.a. sagt „sendum þau aftur til landsins sem þau koma frá“. „Þetta er allt skíta pakk sem kemur frá ___“o.s.frv. en þegar einhver úr minnihlutahóp er þolandinn þá koma oft líkar upphrópanir „þau hefðu kannski aldrei átt að koma hingað“. Við sjáum þetta mjög sterkt í fjölmiðlum. Þegar gerandi er frá öðru landi þá er það strax tekið fram að „útlendingur“ hafi framið glæpinn en þegar hvítur á leik þá er það „einstaklingur með geðræn vandamál“ eða bara „einstaklingur“. Hatursglæpir Köllum rasismann það sem hann er 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.