Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 56

Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 56
Fátækt Áhrif á sjálfsmynd og menntun Samkvæmt nýjustu tölum frá Barnaheill er gert ráð fyrir að um 11.000 til 12.000 börn á Íslandi séu í hættu á að búa við fátækt og félagslega einangrun. Það er mjög lág tala miðað við önnur evrópsk ríki og þessi tala fer lækkandi með árunum. Ég spái í þessum tölum oft, fyrir týpískan Íslending eru þessar tölur háar, það hjálpar ekki að ég ólst upp í kringum fólk sem höfðu ekki upplifað fátækt (eða voru kannski bara góð í að fela það), og upplifði mig mjög einangraða. Ég hef upplifað fátækt nærrum alla mína ævi, og varð fyrir vanrækslu út af þessari fátækt. Ég er öryrkjabarn og alin upp af einstæðri móður. Ég upplifði félagslega einangrun þar sem flestir sem ég ólst upp með voru úr efnaðari fjölskyldum. Stéttin mín hefur því átt mikinn þátt í því að byggja upp sjálfsmyndina mína og hjálpað mér að sjá hvar ég stend innan samfélagsins. Ég varð því fyrir miklu sjokki þegar ég fattaði að aðrir nemendur í háskólanum upplifðu ekki allir sömu stéttavitund eða sæju stéttina sína sem hluti af sjálfsmynd sinni. Þess vegna vil ég nýta þetta tækifæri og varpa ljósi á fátækt og hvaða áhrif hún hafi á sjálfsmynd fólks innan menntakerfisins. Áður en ég byrja vil ég koma því á framfæri að ég bý í þeim forréttindahópi að vera hvít íslensk kona, ég get aðeins talað út frá minni upplifun af fátækt. Hægt er að líta t.d. á upplifun Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Anti-rasistana til að fá betri mynd upplifun rasisma og fátæktarfordóma á Íslandi. Menntakerfið hérlendis hefur marga galla, það er oftast ekki umdeild staðhæfing, en það er sérstaklega slæmt fyrir krakka sem gleymast. Fátækir krakkar eru í miklum áhættuhópi á að verða gleymt eða ýtt til hliðar innan kerfisins. Fátækir krakkar fá oftast ekki hjálp heima með heimalærdóminn sinn, þau fá ekki pening til að taka þátt í félagslífinu, eiga ekki efni á því að fara í afmæli eða halda upp á afmælið sitt og eiga oft ekki tækifæri til að fara í tómstundir eða íþróttir. Fátækir krakkar eru mun líklegri að verða fyrir ofbeldi, kvíða, vanrækslu, félagslegri einangrun og líklegri til að hætta í skóla. Börn með ADHD eða einhverfu eru einnig líklegri til að hætta í skóla útaf þeim takmörkuðu úrræðum sem eru í boði og því líklegari að festast í fátækt. Fátæk börn eru líklegri að eiga í erfiðleikum með námið því kerfið er ekki byggt fyrir fólk eins og þau. Kennarar innan kerfisins búast ekki einu sinni við því að það séu börn sem fá ekki allt það sama og aðrir krakkar inn í þeirra stofum. Krökkunum líður oftar eins og þau séu heimsk, letingjar, eigi ekki skilið hjálp og séu ósýnileg. Þau eru líklegri til að hætta að mæta. Ef börnin seinna meir neyðast til að hætta skóla eru þau líklegri að verða sjálf fátæk og þá einnig líklegra til að hið sama gerist við börnin þeirra. Þetta er endalaus vítahringur. Krakkar finna fljótt fyrir því að kerfið sé að berjast gegn þeim, þeim líður eins og þau séu ekki nógu góð, nógu dugleg, nógu gáfuð eða eiga skilið hjálp, stuðning og skilning. Félagslega ná krakkarnir ekki að kynnast öðrum krökkum eins vel, aðrir krakkar eru uppteknir í tómstundum og íþróttum, aðrir krakkar hafa efni á því að gera félagslega hluti, eins og fara í bíó, afmæli eða bjóða vinum sínum heim til sín. Foreldrar fátækra barna líður oft alveg eins, fá enga hjálp og geta ekki hjálpað börnum sínum. Börn hætta að mæta í skólann og sama tíma hafa foreldrarnir ekki líf fyrir utan vinnu. Þau verða algjörlega ósýnileg og einangruð. Því fylgir gríðarleg skömm hjá foreldrunum sem fer sjálfkrafa til barnanna þeirra, skömm að hafa ekki tíma til að þrífa, geta boðið fólki heim, eiga aldrei nógu mikinn pening og finnst þau sjálf vera aumingjar fyrir að þurfa að biðja um hjálp. Foreldrarnir og börnin verða ósýnileg og hverfa frá því umhverfi sem ætti að vera stéttblendið í fullkomnum heimi. Sjálfsmyndin þeirra verður brotin. Það er augljóst að vandamálið er ekki fólkið eða krakkarnir heldur kerfið sjálft. Ég tel að ein af bestu leiðunum til að minnka fátækt og áhrifum hennar sé að breyta menntakerfinu. Fátæk börn þurfa oftast meiri skilning, aðstoð og það sé almennt hlustað á þau og þarfir þeirra. Námið þarf að vera fjölbreyttara og á að láta öllum líða vel. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.