Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 17

Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 17
Eins merkilegt og það er, virðist þessi þráláta mýta ekki vera það eina sem mótar hugmyndir fólks um fag eins og stjórnmálafræði. Til viðbótar við gömlu tugguna um þjálfunarbúðirnar, hef ég tekið eftir einum, afar hvimleiðum ávana fólks þegar það rekur úr manni garnirnar um tilurð þess að stjórnmálafræðin hafi orðið fyrir valinu. Sífellt er verið að reyna, beint eða óbeint, að stýra fólki inn á aðrar hagnýtari brautir með betur skilgreindari starfsréttindi að loknu námi. Hérna á ég við spurningar eins og „hvað ætlarðu að gera við gráðu í stjórnmálafræði?“ eða „væri ekki mun praktískara að læra hagfræði? Eða lögfræði?“. Hér er bæði dregið í efa að stjórnmálafræðin sem slík geti yfir höfuð leitt nokkuð annað af sér en atvinnuleysi og glötuð tækifæri en einnig beinlínis verið að hefja upp ákveðnar greinar umfram aðrar. Þegar spurningar á borð við þessar verða að vana eða mýtu er sannarlega komið í óefni og því þarf að uppræta slíkt með öllum ráðum. Og hér má jafnvel taka dæmi úr öðrum greinum. Af hverju má til dæmis hjúkrunarfræðingurinn ekki læra þau fræði í friði, án tillits til þess hvort læknisfræðin heilli e.t.v. meira eða bjóði upp á betur launuð störf í framtíðinni? Er það ekki göfugt og sjálfstætt markmið að vilja læra hjúkrunarfræði umfram læknisfræði? Eða stjórnmálafræði umfram lögfræði, hagfræði eða sagnfræði? Kjarni málsins er sá að háskólanám á að vera laust við hvers konar stigveldi menntunar. Fólk á að fá að stýra sínu námi sjálft og ákveða í friði hvernig það hyggst hagnýta sér menntunina í framtíðinni, óháð fyrirframgefnum hugmyndum um starfsframa eða vel launuð störf. Þegar öllu er á botninn hvolft eru allir bara að reyna að finna sína fjöl, rækta sína hæfileika og finna styrkleikum sínum farsælan farveg til framtíðar. Það er okkar hlutverk, verðandi stjórnmálafræðinga, að boða fagnaðarerindið og tala máli okkar fags, uppræta fordóma og úreltar hugmyndir um að það sé námsleiðin sem móti starfsferilinn og þar með framtíðina, en ekki nemandinn sjálfur. Dagur Ágústsson 1. árs stjórmálafræðinemi Sumarstörfin eru mætt á alfred.is/sumarstorf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.